fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Gagnaleki afhjúpar kerfisbundnar misþyrmingar á múslimum í Kína

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 21:30

Frá Kína. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg hundruð þúsund múslimar sæta heilaþvotti og pyntingum í kínverskum fangabúðum. Þetta kemur fram í leyniskjölum sem nýlega var lekið. Þessu hefur verið haldið fram um langa hríð en kínversk stjórnvöld hafa alltaf neitað þessu. Umrædd skjöl staðfesta hins vegar að kínversk stjórnvöld beita heilaþvotti og pyntingum gegn múslimum á kerfisbundinn hátt.

Nokkrir breskir fjölmiðlar skýra frá þessu og byggja á skjölum sem alþjóðleg samtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) hafa komist yfir.

Kínversk stjórnvöld hafa alltaf haldið því fram að umræddar fangabúðir séu ekki fangabúðir heldur geti fólk komið þangað af fúsum og frjálsum vilja til að fá menntun og hljóta þjálfun. Markmiðið með búðunum sé að vinna gegn öfgahugmyndum og hryðjuverkum. Það hefur þó lengi vakið athygli að umræddar búðir, sem fólk á að sögn að sækja af fúsum og frjálsum vilja, eru umgirtar gaddavír og varðturnum og líkjast einna mest fangelsum.

Samkvæmt skjölum, sem BBC og The Guardian hafa meðal annar séð, þá eru búðirnar notaðar til pyntinga og heilaþvottar. Talið er að allt að einni milljón úígúrumúslima sé haldið fanginni í þessum fangabúðum en margar slíkar hafa verið settar á laggirnar í Xinjiang-héraðinu á undanförnum þremur árum.

Meðal skjalanna, sem var lekið til fjölmiðla, eru fyrirmæli frá kommúnistaflokknum til stjórnenda búðanna. Þar kemu fram að þær eigi að þjóna hlutverki fangelsa, strangur agi á að ríkja og beita á refsingum. Fram kemur að ekki eiga að láta fanga lausa fyrr en þeir geti sannað að þeir hafi breytt hegðun sinni og trú.

BBC hefur eftir Ben Emmerson, mannréttindalögmanni og ráðgjafa úgíúrumúslima, að það sé erfitt að túlka þetta öðruvísi en að um heilaþvott sé að ræða. Hér sé stefnt að því að gera út af við úígúrúmúslima sem þjóðfélagshóp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig