Sunnudagur 08.desember 2019
Pressan

Handtekin fyrir 23 ára gamalt morð – Eitt mest eftirlýsta par síðari ára í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 22:30

Jean Claude Lacote og Hilde van Acker

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. maí 1996 var Marcus Mitchell, 44 ára kaupsýslumaður, skotinn í höfuðið og hnakka í skógi nærri belgíska hafnarbænum De Haan. Í tengslum við rannsóknina á morðinu voru Jean Claude Lacote og Hilde van Acker handtekin. Þeim var síðan sleppt úr haldi vegna skorts á sönnunargögnum. Þau hurfu síðan nánast af yfirborði jarðarinnar en nýlega tókst lögreglunni að handtaka þau.

Samkvæmt frétt BBC þá komst dómstóll að þeirri niðurstöðu 2011 að Mitchell hefði lánað skötuhjúunum peninga á sínum tíma í tengslum við viðskipti. Mitchell komst síðan að því að þau höfðu blekkt hann og myrtu þau hann þá. Dómari úrskurðaði þau í gæsluvarðhald að þeim fjarverandi.

Allt frá 2011 hafa skötuhjúin vermt lista Evrópulögreglunnar Europol yfir þá glæpamenn sem mikilvægast þykir að hafa hendur í hári.

Í síðustu viku náðust þau svo en þá voru þau handtekin í Abidjan á Fílabeinsströndinni. Ekki er vitað hvar þau héldu sig öll þessi ár en Suður-Afríka og Brasilía hafa verið nefnd til sögunnar.

Belgískir fjölmiðlar hafa eftir Martin van Steenbrugge, rannsóknarlögreglumanni, að hann hafi reynt að hafa uppi á skötuhjúunum allan sinn starfsferil og að hann gleðjist sérstaklega fyrir hönd fjölskyldu Mitchell.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“

Dauði poppstjörnu kyndir undir umræðu um „njósnamyndavélafaraldur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða

Bjó til erfðabreytta tvíbura – Sakaður um siðferðisbrot: Ófyrirsjáanlegt hverjar stökkbreytingarnar í börnunum verða
Fyrir 3 dögum

Fluguveiði aðeins leyfð í Elliðaánum

Fluguveiði aðeins leyfð í Elliðaánum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi

Sjötugur barnaníðingur dæmdur til ótímabundinnar vistunar í fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“

„Ertu virkilega með svona stór brjóst?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum

Svona getur þú takmarkað eyðsluna í jólamánuðinum