fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Áströlsk yfirvöld rannsaka tilraunir Kínverja til að lauma njósnara inn á þingið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 20:17

Frá Melbourne í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk yfirvöld rannsaka nú hvort Kínverjar hafi reynt að lauma njósnara inn á þing landsins. Ástralska leyniþjónustan, ASIO, staðfesti þetta í fréttatilkynningu. Hún var send út í kjölfar sýningar fréttaskýringaþáttarins „60 Minutes“ þar sem fjallað var um málið. Fram kom að kínversk njósnastofnun hafi boðið kínversk-áströlskum manni eina milljón ástralskra dollara fyrir að bjóða sig fram til þings.

Umræddur maður hét Bo „Nick“ Zhao og var bílasali í Melbourne. Í fréttatilkynningu ASIO segir að leyniþjónustan taki upplýsingarnar, sem komu fram í þættinum, mjög alvarlega og að leyniþjónustan hafi vitað af þessu áður en fjallað var um þetta í þættinum og vinni hörðum höndum að rannsókn málsins.

Scott Morrison, forsætisráðherra, segir málið vekja miklar áhyggjur og ótta.

Í þættinum var haft eftir heimildamönnum innan leyniþjónustunnar að Zhao hafi verið boðin fyrrgreind upphæð og hafi annar kaupsýslumaður í Melbourne haft milligöngu um tilboðið. Zhao fannst látinn á hótelherbergi í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig