fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
Pressan

Áströlsk yfirvöld rannsaka tilraunir Kínverja til að lauma njósnara inn á þingið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 20:17

Frá Melbourne í Ástralíu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áströlsk yfirvöld rannsaka nú hvort Kínverjar hafi reynt að lauma njósnara inn á þing landsins. Ástralska leyniþjónustan, ASIO, staðfesti þetta í fréttatilkynningu. Hún var send út í kjölfar sýningar fréttaskýringaþáttarins „60 Minutes“ þar sem fjallað var um málið. Fram kom að kínversk njósnastofnun hafi boðið kínversk-áströlskum manni eina milljón ástralskra dollara fyrir að bjóða sig fram til þings.

Umræddur maður hét Bo „Nick“ Zhao og var bílasali í Melbourne. Í fréttatilkynningu ASIO segir að leyniþjónustan taki upplýsingarnar, sem komu fram í þættinum, mjög alvarlega og að leyniþjónustan hafi vitað af þessu áður en fjallað var um þetta í þættinum og vinni hörðum höndum að rannsókn málsins.

Scott Morrison, forsætisráðherra, segir málið vekja miklar áhyggjur og ótta.

Í þættinum var haft eftir heimildamönnum innan leyniþjónustunnar að Zhao hafi verið boðin fyrrgreind upphæð og hafi annar kaupsýslumaður í Melbourne haft milligöngu um tilboðið. Zhao fannst látinn á hótelherbergi í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Europol biður um aðstoð – „Smávegis af tíma þínum getur bjargað barni“

Europol biður um aðstoð – „Smávegis af tíma þínum getur bjargað barni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegt mál – Á að hafa ráðist á eiginmann raunveruleikastjörnu fyrir furðulegan greiða

Ótrúlegt mál – Á að hafa ráðist á eiginmann raunveruleikastjörnu fyrir furðulegan greiða
Fyrir 3 dögum

21 lax í Stóru Laxá á svæði eitt og tvö

21 lax í Stóru Laxá á svæði eitt og tvö
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók allt spariféð út úr banka af ótta við afleiðingar kórónuveirunnar – Týndi því síðan

Tók allt spariféð út úr banka af ótta við afleiðingar kórónuveirunnar – Týndi því síðan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum

Boris Johnson lofar Bretum miklum opinberum fjárfestingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins

Sparsamir Danir – Eiga tæplega billjón krónur í bönkum landsins
Fyrir 4 dögum

Furðulegir fiskar og hressir krakkar á Flensborgarhöfn

Furðulegir fiskar og hressir krakkar á Flensborgarhöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Innflytjendur frá ríkjum utan Vesturlanda kosta Dani 690 milljarða á ári

Innflytjendur frá ríkjum utan Vesturlanda kosta Dani 690 milljarða á ári