fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Hálfs dollars mynt seldist fyrir hálfa milljón dollara á uppboði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2019 17:30

Myntin dýra. Mynd:USA Coin Bank

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn var hálfs dollars mynt frá 1838 seld á uppboði hjá Stack‘s Bowers Galleries sem lýstu myntinni sem „sögulegri mynt sem verði alla tíð helg, rannsökuðu og dreymt um“. Hún var seld á 504.000 dollara.

Það er ekki nóg með að myntin sé gömul því hún er einnig gríðarlega sjaldgæf. Aðeins 20 eintöku voru slegin á sínum tíma og telur Smithsonian stofnunin að aðeins 11 séu enn til. Hjá uppboðshúsinu telja menn hugsanlegt að aðeins séu til 9 eintök.

Myntin er nefnd „the Cox Speciemen“ en hún skipti síðast um eigendur á níunda áratug síðustu aldar. Hún var slegin af New Orleans myntsláttunni sem var sett á laggirnar 1838 til að slá gull og silfur myntir. Myntir, sem eru slegnar þar, eru stimplaðar með bókstafnum „O“ til að aðgreina þær frá öðrum myntsláttum.

Á þessum tíma var mikið af silfurmynt flutt inn frá öðrum ríkjum, til dæmis Mexíkó, en þær voru misjafnar að gæðum. Þær voru því bræddar og úr þeim slegnar hálfs dollars myntir sem „hentuðu fyrir banka og viðskipti“.

Fyrrnefndar 20 myntir voru hugsanlega slegnar þegar verið var að prófa nýja stóra pressu hjá myntsláttunni eða þá voru þær slegnar sem einhverskonar kynningarmyntir.

Eins og gefur að skilja ásælast margir safnarar þau fáu eintök sem eru til af myntinni enda erfitt að fá þær í safnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig