fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Segja bresku ríkisstjórnina hafa leynt stríðsglæpum breskra hermanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 21:30

Frá Afganistan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir hermenn drápu börn og pyntuðu í Afganistan og Írak. Ríkisstjórn landsins og herinn eru sögð hafa leynt sönnunargögnum um ódæðisverk hermanna sem beindust að óbreyttum borgurunum í Afganista og Írak. Þetta segja 11 rannsakendur sem hafa rannsakað málið.

BBC og The Sunday Times skýra frá þessu. Rannsakendurnir tilheyra hinu svokallaða Iraq Historic Allegations Team (IHAT) og Operation Nortmoor. Breska ríkisstjórnin lét báða hópana hætta störfum 2017 án þess að gera nokkuð með þau gögn sem þeir höfðu aflað.

Rannsakendurnir höfðu komist að þeirri niðurstöðu að hermenn úr úrvalssveitum hersins, SAS, hefðu myrt fanga, misþyrmt og pyntað auk þess að beita þá kynferðislegu ofbeldi.  Í Panorama, fréttaskýringaþætti BBC, kemur fram að háttsettir herforingjar hafi leynt þessu af „pólitískum ástæðum“.

„Varnarmálaráðuneytið hafði ekki í hyggju að láta rétta yfir hermönnunum, óháð stöðu þeirra, nema það væri algjörlega nauðsynlegt og engin leið að sleppa við það.“

Sagði einn rannsakendanna við BBC.

Varnarmálaráðuneytið segir að þessar ásakanir séu ósannar. Farið hafi verið í gegnum öll málsgögn og mat lagt á þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali