fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Pressan

Hún kíkti í síma eiginmannsins – Hafði strax samband við lögregluna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 06:00

Ætli þessi hafi verið falinn í nærbuxum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2013 var Valerie Graves, 55 ára, myrt á heimili sínu í Bosham á Englandi. Brotist var inn til hennar um miðja nótt og vaknaði hún við innbrotsþjófinn. Hann myrti hana þá. Þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn tókst ekki að finna morðingjann fyrr en mörgum árum síðar. Það er hægt að þakka Claudia Sabou, 27 ára, tveggja barna móður.

Morðið á Valerie vakti mikla athygli á sínum tíma og var nefnt „Midsomer Murder“ því það var framið á sama stað og morð í einum þætti af sakamálaþáttunum vinsælu um Barnaby sem Ríkissjónvarpið hefur sýnt um árabil en þeir heita Midsomer Murder á ensku.

Við rannsókn málsins fann lögreglan morðvopnið, hamar, 550 metra frá heimili Valerie. 9.500 manns voru yfirheyrðir og rúmlega 3.000 dna-sýni voru tekin en allt án árangurs.

Claudia, sem býr í Rúmeníu, vissi að eiginmaður hennar hafði unnið nærri heimili Valerie. Þegar hún kíkti í farsíma hans á síðasta ári sá hún að hann hafði gúglað „morð í Bosham“ og „hamar“. Í símanum var einnig mynd af hamrinum sem Valerie var myrt með. Hún sendi nokkra tölvupósta til lögreglunnar í West Sussex en fékk ekkert svar. Eiginmaður hennar, Christian Sabou, fór margoft frá Rúmeníu til Englands til að vinna án þess að lögreglan hefði afskipti af honum.

Það var ekki fyrr en níu mánuðum eftir að Claudia lét lögregluna vita að Christian var handtekinn heima hjá sér. Áður hafði lögreglan komið heim til hans og tekið lífsýni til DNA-rannsóknar úr honum.

Áður hafði Claudia borði þetta upp á hann og sagt honum að hún ætlaði að slíta sambandi þeirra. Hann bað hana um að segja ekki eitt orð og hótaði henni lífláti ef hún myndi segja frá.

Claudia fær 10.000 pund fyrir að hafa leyst málið.

Christian var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ótrúlegur fengur hollensku lögreglunnar í reiðskóla

Ótrúlegur fengur hollensku lögreglunnar í reiðskóla
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússneska bóluefnið var aðeins prófað á 76 manns

Rússneska bóluefnið var aðeins prófað á 76 manns
Pressan
Fyrir 2 dögum

John Bolton segir að NATO kunni að líða undir lok ef Trump verður endurkjörinn

John Bolton segir að NATO kunni að líða undir lok ef Trump verður endurkjörinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa fundið kórónuveirutengdan sjúkdóm hjá 600 börnum

Hafa fundið kórónuveirutengdan sjúkdóm hjá 600 börnum
Fyrir 4 dögum

Bleikjan seinna á ferðinni en í fyrra

Bleikjan seinna á ferðinni en í fyrra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skotárás við Hvíta húsið á meðan Trump hélt blaðamannafund

Skotárás við Hvíta húsið á meðan Trump hélt blaðamannafund