fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Ford afhjúpar nýjan Mustang-rafbíl

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski bílaframleiðandinn Ford ætlar að leggja talsverða áherslu á þróun og framleiðslu rafbíla á næstu árum. Á sunnudagskvöld afhjúpaði Ford til dæmis Mustang-sportbíl, Mustang Mach E, sem verður eingöngu rafknúinn.

Ef fer sem horfir mun bíllinn komast 230 til 300 mílur (370-480 kílómetra) á hleðslunni en það fer meðal annars eftir aukabúnaði hvað bíllinn kemst langt. Bæði verður framleiddur skutbíll og bíll sem verður líkari þeim sem Mustang-unnendur eiga að venjast.

Aðeins 1,2 prósent nýrra seldra bíla í Bandaríkjunum árið 2018 voru rafbílar og flest bendir til þess að hlutfallið verði svipað á þessu ári. Á næstu tveimur árum er þó viðbúið að þetta muni breytast því þá mun Ford markaðssetja fjölda rafbíla.

Að sögn forsvarsmanna Ford mun Mustang Mach E-rafbíllinn búa yfir svipuðum eiginleikum og hefðbundnir Mustang-bensínbílar. Grunnútgáfan mun komast á 60 mílna hraða (96 kílómetra hraða) á rétt tæpum sex sekúndum en GT-útgáfan verður öllu sneggri, eða 3,5 sekúndur.

Átján tegundir rafbíla eru nú til sölu á bandarískum markaði en greinendur segja að holskefla nýrra rafbíla komi á markað á næstu árum. Árið 2022 er gert ráð fyrir að allt að 80 tegundir verði á markaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig