fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Nýr verndarengill við hlið Trump – Paula White er nýr trúarráðgjafi hans og líkir honum við guð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 07:00

White og Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er hinn útvaldi.“ Þetta sagði Donald Trump á fréttamannafundi síðasta sumar og leit til himins. „Einhver varð að gera þetta svo ég tekst á við Kína. Ég tekst á við Kína á viðskiptasviðinu.“ Sagði forsetinn einnig.

Hugsanlega hafa æðri máttarvöld heyrt yfirlýsingu Trump því nú hefur hann ráðið sérstakan trúarráðgjafa til starfa í Hvíta húsinu. Það er Paula White sem virðist hafa mikla trú á forsetanum því hún líkir honum við sjálfan guð. Trúarráðgjafinn á að veita trúarhópum tækifæri til að hafa meiri áhrif á ýmis mál, til dæmis hvað varðar að verja trúfrelsi eða í baráttunni gegn fátækt.

White er sjónvarpspredikari og rithöfundur sem lítur á það sem mikilvægasta hlutverk sitt í lífinu að koma Trump á stall með guði.

„Hann er ekki fágaður stjórnmálamaður. Með öðrum orðum: Hann er ósvikinn – óháð því hvort fólki líka það eða ekki – þá er hann alinn upp af guði. Ef þú berst á móti fyrirætlunum guðs ertu á móti hönd guðs. Ef þú ert á móti Trump ertu á móti guði.“

Sagði hún í viðtali fyrir tveimur árum. Þetta skjall fór ekki framhjá Trump sem þykir mjög hégómalegur og leiðist ekki að vera hampað. Það var hann sjálfur sem gekk frá ráðningu White en starfið er ólaunað.

Hún þarf svo sem ekki á peningunum að halda því hún hefur efnast vel á bóksölu og fyrirlestum um kristna trú. Hún predikar út frá sérstökum sjónarhóli eða stefnu í kristinni trú, prosperity theology, sem gengur út á að tengsl séu á milli auðs fólks og blessunar guðs. Þeir sem ekki eru ríkir og hafi ekki fengið blessun guðs þurfi aðeins að trúa á hann og biðja til hans og þá muni guð færa þeim velmegun.

Margir telja að ráðning White í starfið sé leikur af hálfu Trump til að reyna að tryggja sér stuðning kristinna kjósenda en þeir eru oft sagðir hinir trúföstu kjósendur hans. En í söfnuði White er mikið af fólki af afrískum og suður-amerískum uppruna og það er mjög ósátt við að White hafi nú gengið til liðs við forseta sem er ekki mikið fyrir að tala máli þessara minnihlutahópa. Mörg hundruð manns eru nú þegar sagðir hafa sagt skilið við söfnuð hennar í Flórída.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf