fbpx
Laugardagur 08.ágúst 2020
Pressan

Ákærður fyrir að nauðga 91 árs konu – „Þetta var bara hrein ást“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. nóvember 2019 05:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

43 ára danskur maður kom fyrir dóm á þriðjudaginn en hann er ákærður fyrir að hafa nauðgað 91 árs gamalli konu sem þjáist af elliglöpum. Fyrir dómi sagði hann að ekki hafi verið um nauðgun að ræða: „Þetta var bara hrein ást“.

Það var ekki fyrr en eftir að maðurinn var handtekinn sem kom í ljós að konan er með elliglöp. Fyrir dómi sagði hann að þau hafi tekið upp ástarsamband þegar hann var 42 ára. Konan hafi verið ljúf og gott að ræða við hana. Hann sagðist ekki hafa séð nein merki um að hún væri með elliglöp.

„Ef ég hefði vitað að hún er með elliglöp hefði ég ekki stundað kynlíf með henni.“

Maðurinn kom á dvalarheimilið, þar sem gamla konan býr, til að heimsækja afa sinn. Það var í einni slíkri heimsókn í vor sem hann fór að spjalla við konuna sem hann sagði hafa skjallað sig. Hann sagði að þau hafi í framhaldinu farið að hittast einu sinni í viku frá því í apríl og fram í júlí. Í þremur af þessum heimsóknum naugaði maðurinn konunni og neyddi hana til annarra kynferðisathafna að sögn saksóknara.

„Ég var ástfanginn af henni.“

Sagði maðurinn fyrir dómi. Ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“

Trump segir mögulegt að COVID-bóluefni verði tilbúið fyrir kjördag – „Ég vil bjarga mannslífum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegt tap Lufthansa

Gríðarlegt tap Lufthansa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir

Hörmungarnar í Beirút – Yfir 50 látnir og þúsundir slasaðir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump – „Engum líkar við mig“

Trump – „Engum líkar við mig“