fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Sérfræðingur segir fólki að forðast að kaupa kínverska snjallsíma

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. nóvember 2019 18:00

Farsími frá Huawei.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir eiga kínverska snjallsíma en Samantha Hoffman, sérfræðingur í kínverskum öryggismálum hjá áströlsku hugveitunni Australian Strategic Policy Institute, segir að fólk ætti að hugsa sig vel um áður en það fær sér kínverska snjallsíma eða öpp sem eru framleidd í Kína.

Ástæðan er að samkvæmt kínverskum lögum geta þarlend yfirvöld krafið fyrirtæki um gögn um notendur varnings og forrita. The Guardian spurði Hoffman hvort neytendur eigi að vera varkárir þegar kemur að því að kaupa kínverka snjallsíma eða aðrar tæknivörur frá Kína.

„Ég myndi fara varlega. Þú hugsar kannski: „Kínverski kommúnistaflokkurinn fer ekki að rannsaka mig og ég þarf ekki að bera vitni fyrir bandaríska þinginu svo ég þarf ekki að hafa áhyggjur.“ En þú veist ekki hvernig gögnum þínum er safnað og þau hugsanlega notuð til að móta skoðanir þínar og hafa áhrif á ákvarðanir þínar, meðal annars.“

Sagði hún og bætti við að möguleikar fyrirtækjanna til að skilja hvað neytendurnir vilja  geti hvatt til áróðursstarfsemi.

„Í heildina getur þetta verið notað til að hafa áhrif á kosningar eða tilfinningar um ákveðið efni.“

Sagði hún einnig og bætti við að hún telji að Vesturlönd eigi að forðast að nota kínverskar vörur og hugbúnað við uppbyggingu innviða því kínversk stjórnvöld hafi á endanum stjórn yfir öllum kínverskum fyrirtækjum á grundvelli öryggislöggjafar landsins.

„Það getur vel verið að þér finnist í lagi að einhver safni gögnum um þig sem eiga að sníða auglýsingar sérstaklega að þér. En finnst þér í lagi að deila upplýsingum um þig með stjórnvöldum sem hafa fangelsað 1,5 milljón Úígúra (múslimskur minnihluti í vesturhluta Kína, innskot blaðamanns) vegna uppruna þeirra?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð