fbpx
Fimmtudagur 04.júní 2020
Pressan

Gat ekki fengið sykurlausa drykki í sumarfríinu – Krafðist endurgreiðslu á ferðinni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. október 2019 21:00

Það var víst ekki svona mikið úrval af drykkjum á hótelinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í sumar fór danskur maður, sem þjáist af sykursýki 1, í sumarfrí til Tyrklands. Þar dvaldi hann á Crystal Waterworld Resort & Spa í Belek. Þvert á það sem hann átti von á var hann alltaf þreyttur og illa fyrirkallaður í fríinu. Síðan komst hann að því að það var út af því að hann fékk alltaf sykraða drykki þegar hann pantaði sykurlausa drykki.

Það er auðvitað ekki gott þegar fólk er með sykursýki. Það var ekki fyrr en á fjórða degi að hann komst að þessu með drykkina. Hann hafði keypt sér ferð þar sem allt var innifalið, þar á meðal matur og drykkur. Starfsfólkið á hótelinu hafði alltaf haldið því fram að maðurinn fengi sykurlausa drykki en svo var ekki. Hann komst að því í samræðum við barþjón að ekki væri hægt að fá sykurlausa drykki á hótelinu.

Maðurinn kvartaði fyrir ferðaskrifstofuna Mixx Travel sem hann keypti ferðina hjá. Hann krafðist þess að fá allan ferðakostnað endurgreiddan sem og sem svarar til um 190.000 íslenskra króna í bætur fyrir frídagana sem hann notaði í Tyrklandsferðina. Ferðaskrifstofan vildi ekki verða við þessu og því sendi maðurinn málið til úrskurðarnefndar um pakkaferðir.

Mixx Travel svaraði ekki fyrirspurnum úrskurðarnefndarinnar sem kvað því upp úrskurð án þess að fá að heyra skýringar ferðaskrifstofunnar. Samkvæmt úrskurðinum á maðurinn að fá sem svarar til tæplega 10.000 íslenskra króna í bætur frá ferðaskrifstofunni vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Vantar þig nýja skó? Seljast líklega á 70 milljónir

Vantar þig nýja skó? Seljast líklega á 70 milljónir
Pressan
Í gær

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma

Stríðsástand í Bandaríkjunum – Handtökuskipanir á hendur lögreglumönnum – Ekki fyrir viðkvæma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er kenning Tom Hagen um hvarf Anne-Elisabeth

Þetta er kenning Tom Hagen um hvarf Anne-Elisabeth
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var sú fyrsta til að deyja – Lengi var dánarorsökin ráðgáta

Hún var sú fyrsta til að deyja – Lengi var dánarorsökin ráðgáta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkasta fólkið verður ríkara í heimsfaraldrinum

Ríkasta fólkið verður ríkara í heimsfaraldrinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svakalegt ástand í Bandaríkjunum – Myndbönd af vettvangi

Svakalegt ástand í Bandaríkjunum – Myndbönd af vettvangi