Sunnudagur 26.janúar 2020
Pressan

Verktakar maka krókinn á rándýrum kojum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 5. október 2019 22:00

Kojuhagkerfi Hér má sjá tvo leigjendur PodShare í kojunum sínum. Mynd: PodShare

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar efnahagshrunið reið yfir heiminn hrundi fasteignamarkaður í Bandaríkjunum og fjölmargir misstu heimili sín. Ellefu árum seinna hefur fasteignamarkaðurinn þar í landi ekki náð að koma sér í samt horf. Nýtt stefna hefur hins vegar notið síaukinna vinsælda vestan hafs og minnir um margt á hippakommúnur áttunda áratugar síðustu aldar og verbúðir. Ólíkt því fyrrnefnda er þessi nýja tískubylgja ekki drifin áfram af hugsjón heldur markaðsöflum. Um er að ræða stórar íbúðir þar sem leigðar eru út kojur til einstaklinga. Þeir sem leigja koju deila baðherbergi og eldhúsi með öðrum kojuleigjendum en á sumum stöðum er fleira innifalið í leigunni, svo sem þrif, kaffi og núðlur.

Koja á 1.000 dollara

Ashley Shannon, 23 ára, er í hópi þeirra sem leigja koju í Los Angeles, en hún losaði sig við allar sínar veraldlegu eigur þegar hún flutti frá Kansas til Los Angeles eftir háskóla. Nú kemur hún öllu sínu hafurtaski fyrir í einni ferðatösku og einum bakpoka og borgar þúsund dollara á mánuði fyrir koju, rétt tæplega 125 þúsund krónur. Hátt verð fyrir eina koju en samt sem áður helmingi lægri leiga en á stúdíóíbúð í Los Angeles. Ashley leigir koju í íbúð sem er í eigu stórfyrirtækisins PodShare. Hún þénar fjörutíu þúsund dollara á ári, tæplega fimm milljónir, sem aðstoðarkona dáleiðanda.

Fyrirtækið PodShare leigir út 220 kojur á fimm stöðum í Los Angeles og einum stað í San Francisco. Er þetta aðeins eitt af mörgum fyrirtækjum í þessum bransa, sem risu upp úr kreppunni fyrir fólk sem vildi búa miðsvæðis en hafði ekki efni á því, sökum lágra launa og hárra námslána. Sum fyrirtækjanna í kojubransanum segjast hafa verðugri markmið en bara að græða peninga – nefnilega að berjast gegn einmanaleika. Samkvæmt nýrri rannsókn eru 30% ungmenna á aldrinum 18 til 33 ára, svonefndra „millenials“, einmana.

Spennandi kostur Íbúðirnar með kojunum eru oftar en ekki mjög nýtískulegar. Mynd: PodShare

Annað stórt fyrirtæki sem leigir út kojur er Starcity, fyrirtæki sem gerir upp gömul hótel og skrifstofubyggingar í Los Angeles og San Francisco. Það býður upp á einkaherbergi með koju fyrir á bilinu þrettán hundruð til tvö þúsund dollara á mánuði. Svo er það Common, fyrirtæki sem rekur þrjátíu byggingar í sex stærstu borgunum í Bandaríkjunum. Þar er leigan fimmtán til tuttugu prósentum lægri en það sem gerist og gengur.

Gagnrýna verktaka

Margir hafa gagnrýnt þessa tískubylgju og segja stórfyrirtæki einungis vera að nýta sér húsnæðiskreppuna. „Þetta búsetuform er hreinlega ný leið fyrir verktaka til að kreista út hagnað úr annars brotnu húsnæðiskerfi,“ sagði Hanna Wheatley, rannsakandi húsnæðismála og landsvæða fyrir New Economic Foundation, til að mynda við The Guardian. Þetta búsetuform er auðvitað ekkert nýtt og er Alan Durning, stofnandi rannsóknarmiðstöðvarinnar Sightline Institute, sammála gagnrýni Hönnu. „Þetta gigghagkerfi og vogunarsjóðskapítalismi hafa gert hrun sem þetta spennandi, nýtt og nýtískulegt.“ Þá hefur þessi nýja tískubylgja einnig verið gagnrýnd út af háu leiguverði.

Þessi bylgja virðist hins vera ekki vera búin að ná hámarki sínu og ekkert lát á vinsældum kojubúsetu. Samkvæmt skýrslu fasteignafyrirtækisins Cushman & Wakefield, sem kom út fyrr á þessu ári, leigja sjö, stór fyrirtæki, sem fjármögnuð eru af vogunarsjóðum, út þrjú þúsund kojur í Bandaríkjunum. Samkvæmt grein Huffington Post er talið líklegt að þessi tala sé hærri þar sem mörg fyrirtæki hafi ekki verið tekin inn í reikninginn, til að mynda fyrrnefnd PodShare og Starcity. Þessi tvö fyrirtæki, ásamt nokkrum öðrum, hafa áætlanir um að bæta við tæplega sautján þúsund kojum víðs vegar um Bandaríkin á næstu tveimur árum. Markhópur flestra fyrirtækjanna samanstendur af þeim tekjulægstu en hins vegar hefur eitt fyrirtækið, WeLive, markaðssett sig fyrir hina tekjuháu, með kojur í einkaherbergi á Wall Street í New York fyrir þrjú þúsund dollara á mánuði, tæplega fjögur hundruð þúsund krónur.

Væri annars á götunni

Þetta búsetuform virkar hins vegar fyrir marga, og hafa yfirvöld í New York til að mynda kallað eftir að verktakar kynni þeim ný búsetuform fyrir þá tekjulægstu, til að mynda kojukommúnur. Í grein Huffington Post er til að mynda talað við einn leigjanda hjá PodShare, sem vill njóta nafnleyndar, sem er atvinnulaus og á á hættu að verða heimilislaus. Leigjandinn vill hins vegar ekki búa á hæli fyrir heimilislausa. Áður en leigjandinn heyrði af PodShare eyddi hann margfalt meiru í hótel og mótel.
„Ég borgaði 175 dollara fyrir eina nótt á einu af hótelunum sem ég gisti á. Fáránlegt,“ segir leigjandinn. Ein nótt hjá PodShare kostar fimmtíu dollara og fjörutíu dollara ef heil vika er bókuð. Leigjandinn segist finna fyrir öryggi í kojukommúnunni. „Núna lifi ég eðlilegu lífi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 2 dögum

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald

Besta atvinnutækifæri ársins? Auglýsa eftir fólki til að annast reksturs kaffihúss á lítilli eyju – Ókeypis húsnæði og uppihald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina

Undraðist mikla rafmagnsnotkun í sumarbústaðnum – Ókunnugur maður átti sökina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni

Maður reyndi að smygla lifandi fuglum í ferðatöskunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu

Moldrík eiginkona vekur grun um að nýr forsætisráðherra Rússlands hafi auðgast á spillingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig

Sturlaðist þegar hann taldi viðskiptafélaga sinn hafa svikið sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf

Átti sér þann draum að búa og starfa á Íslandi – Fannst látinn fjórum dögum eftir að hann hvarf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig

Ný rannsókn – Köttinn þinn langar að éta þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði

Spá allt að 30 prósenta hækkun á gullverði