fbpx
Föstudagur 03.apríl 2020
Pressan

Framvísaði fölsuðum lottómiða og fékk 370 milljónir greiddar

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 4. október 2019 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edward Putman, 54 ára Breti, hefur verið sakfelldur fyrir fjársvik. Málið er allt hið óvenjulegasta því Putman var gefið að sök að hafa leyst út 370 milljóna króna lottóvinning þrátt fyrir að hafa aldrei unnið í lottóinu.

Það var fyrir tíu árum að Putman steig fram og framvísaði lottómiða sem hann sagði innihalda vinningstölurnar. Útdrátturinn hafði farið fram sex mánuðum áður og mætti Putman á skrifstofu National Lottery rétt áður en fresturinn rann út til að vitja vinningsins.

Putman tókst hið ótrúlega. Hann plataði starfsfólk National Lottery í Bretlandi og fékk vinninginn greiddan. Þetta tókst honum þó að strikamerki á miðanum hafi ekki virkað sem skildi. Peningana notaði hann meðal annars til að kaupa sér lúxushús og bílaflota.

Fyrir dómi kom fram að Putman hafi notið aðstoðar vinar síns, Giles Knibbs, sem á þessum tíma vann fyrir breska lottóið.

Segja má að Gibbs hafi komið upp um þá félaga því hann sagði vinum og vandamönnum að hann hefði tekið þátt í svikunum. Gibbs svipti sig síðar lífi en í aðdragandanum hafði andað köldu milli Gibbs og Putman vegna deilna um hvernig best væri að skipta peningunum á milli þeirra.

Lögregla hóf rannsókn málsins í kjölfarið og endaði hún með sakfellingu í dag. Óvíst er hversu þung refsing bíður Putman en endanlegur dómur verður kveðinn upp innan skamms.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Í gær

Trump – „Ég veit meira en nokkur annar um Suður-Kóreu“ Síðan kom staðleysan

Trump – „Ég veit meira en nokkur annar um Suður-Kóreu“ Síðan kom staðleysan
Pressan
Í gær

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Hóstaði á lögreglumenn og grýtti snýtibréfi í þá við handtöku – Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Pressan
Fyrir 3 dögum

Innbrot í banka eins og atriði úr kvikmynd

Innbrot í banka eins og atriði úr kvikmynd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Graðir Norðmenn kaupa kynlífsleikföng sem aldrei fyrr

Graðir Norðmenn kaupa kynlífsleikföng sem aldrei fyrr
Pressan
Fyrir 3 dögum

Yfirvöld reyndu að hylma yfir COVID-19 smit á skíðastaðnum í Ischgl – „Ekki skýra fjölmiðlum frá þessu“

Yfirvöld reyndu að hylma yfir COVID-19 smit á skíðastaðnum í Ischgl – „Ekki skýra fjölmiðlum frá þessu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Datt inni á baðherbergi og var fluttur á sjúkrahús – Það varð honum að bana

Datt inni á baðherbergi og var fluttur á sjúkrahús – Það varð honum að bana