fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
Pressan

Tónlistarmaður gómaður með hálft tonn af kókaíni

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 23. október 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Ástralíu hefur sakfellt tónlistarmanninn Craig Lembke í einu umfangsmesta fíkniefnamáli sem komið hefur upp í landinu. Lembke var gómaður síðla árs 2017 með rúmlega 500 kíló af kókaíni sem falin voru í báti sem Lembke sigldi frá Taítí til Ástralíu.

Dómstóllinn taldi sannað að Lembke hafi átt að fá í sinn hlut fyrir smyglið upphæð sem nemur rúmum 40 milljónum króna á núverandi gengi. Söluverðmæti efnanna hefði numið mörgum milljörðum króna ef þau hefðu ratað á götur Ástralíu.

Lembke neitaði sök í málinu og sagðist ekki hafa haft hugmynd um að efnin væru falin um borð í bátnum. Dómstóll taldi skýringar hans ótrúverðugar. Lembke þessi var nokkuð vinsæll saxófónleikari og þá var hann í sambandi með þekktri ástralskri sjónvarpskonu, Susie Elelman, áður en hann var handtekinn.

Dómur í málinu verður kveðinn upp 16. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð

Ástkærum reðri rænt af vinsælum veitingastað – Eigandinn óskar eftir aðstoð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingar dæmdir fyrir að skjóta þriggja ára dreng til bana

Unglingar dæmdir fyrir að skjóta þriggja ára dreng til bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk

Vendingar í máli manns sem var rekinn vegna færslu um Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Búkmorðinginn“ játar sök í 50 ára gömlu morðmáli

„Búkmorðinginn“ játar sök í 50 ára gömlu morðmáli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir

Tónlistarkennari ákærður fyrir barnaníð – Sakborningurinn er 33 ára gömul gift móðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Raðmorðingi dæmdur til dauða

Raðmorðingi dæmdur til dauða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn