fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Vara við vinsælu appi sem milljónir símnotenda hafa hlaðið niður – Eyddu því strax

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. október 2019 05:56

Snaptube appið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 40 milljónir farsímaeigenda ganga nú um með hættulegt app í símum sínum. Um er að ræða app fyrir síma sem nota Android stýrikerfi. Appið er gætt þeim eiginleikum að það getur skráð símaeigendur hjá áskriftarþjónustum án þess að þeir viti það.

Hér er um appið Snaptube að ræða en það er notað til að hlaða niður myndböndum af YouTube og Facebook. Appið er mjög vinsælt hjá eigendum Androidsíma eins og sjá má á þeim fjölda sem hefur hlaðið því niður.

Eftir því sem Forbes og farsímaöryggisfyrirtækið Upstream segja þá hefur appið gert meira en bara aðstoða eigendur farsíma við að hlaða niður myndböndum frá YouTube og Facebook. Upstream segir að undir fögru yfirborði Snaptube leynist dökkt undirlag. Appið, sem var búið til af kínverska fyrirtækinu Mobiuspace, er sagt spila leyndar auglýsingar í bakgrunninum og það er einnig sagt geta smellt á kauptakka og þannig keypt hluti. En þar með er ekki öll sagan sögð. Appið hefur einnig skráð símnotendur, að þeim forspurðum, hjá ýmsum greiðsluþjónustum og hjá símafyrirtækjum sem taka há gjöld fyrir símtöl og skilaboð.

Upstream hefur skráð um 70 milljónir grunsamlegra færsla frá 4,4 milljónum farsíma sem eru með þetta app.

Guy Krief, forstjóri Upstream, segir að Snaptube sé „bókstaflega yfirvarp fyrir grunsamlegar aðgerðir í bakgrunninum“. Í einni tilraun hafi fyrirtækið fundið mörg dæmi um að appið hafi skráð notendur hjá greiðslu- og/eða áskriftarþjónustum eða stofnað til áskrifta og það jafnvel þegar ekki var verið að nota símann.

Þeir sem hafa nú þegar sótt appið eru hvattir til að eyða því samstundis.

Hjá Snaptube segist fólk ekki hafa vitað af þessu og að spilliforriti hafi verið laumað inn í appið án vitundar fyrirtækisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu