fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Opna lengstu flugleið heims – Flugmenn urðu að láta þvagsýni í té á leiðinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. október 2019 07:59

Mynd úr safni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska flugfélagið Qantas Airways er nú að hefja beint flug á milli New York í Bandaríkjunum og Sydney í Ástralíu en stefnt er að opnun flugleiðarinnar 2021. Flugtíminn er 20 klukkustundir. En það er meira en að segja það að hefja flug á svo langri flugleið.

Á sunnudaginn var fyrsta ferðin farin í tilraunaskyni. Í henni voru 50 farþegar, tilraunafarþegar, auk áhafnar. Í þessari fyrstu ferð hófst rannsókn á áhrifum svo langrar flugferðar á fólk.

Bloomberg skýrir frá þessu. Fram kemur að náið hafi verið fylgst með og verði fylgst með farþegunum og áhöfninni. Farþegarnir urðu að fylgja mjög skipulagðri dagskrá á leiðinni. Þeir urðu að borða, sofa og drekka á ákveðnum tímum. Þeir eiga einnig að halda nokkurskonar dagbók næstu vikurnar. Markmiðið með þessu er að rannsaka hvernig er hægt að draga úr flugþreytu.

Flugmennirnir voru tengdir við heilarita á leiðinni og þurftu að skila þvagsýnum en mæla á magn svefnhormóns í þeim.

Qantas er ekki fyrsta flugfélagið til að bjóða upp á mjög langt beint flug og er sjálft með fleiri mjög löng flug í boði. Til dæmis er flogið beint á milli Perth í Ástralíu og Lundúna í Englandi. Qatar Airways flýgur beint frá Auckland á Nýja-Sjálandi til Doha í Katar en það flug tekur tæplega 18 klukkustundir. Singapore Airlines flýgur beint á milli Singapore og New York en það flug tekur rúmlega 18 klukkustundir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans