fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Pressan

Myndin sem nístir í hjartastað – Litli drengurinn borðar kvöldmatinn af pappaspjaldi úti á götu

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 17. október 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd sem sýnir fimm ára dreng borða kvöldmatinn sinn af pappaspjaldi úti á götu hefur vakið mikla athygli. Um er að ræða fimm ára dreng en myndin var tekin í Dublin á Írlandi.

Það voru samtökin The Homeless Street Cafe sem birtu myndina, en samtökin aðstoða heimilislausa í borginni. Einu sinni í viku ganga fulltrúar kaffihússins um götur miðborgarinnar og bjóða bágstöddum mat, hreinlætisvörur og hlýjan fatnað.

Umræddur fimm ára drengur var í hópi þeirra sem hópurinn hitti í vikunni en á Facebook-síðu samtakanna kom fram að þau teldu sig knúin til að birta myndina til að varpa ljósi á stöðu þeirra sem búa á götunni.

Myndinni hefur verið deilt mörg þúsund sinnum og fjölmargir hafa tjáð sig undir henni, meðal annars foreldrar sem eiga börn á svipuðum aldri og pilturinn á umræddri mynd.

Samtökin sögðu að pilturinn væri á hrakhólum ásamt móður sinni, en þau hefðu þó sem betur fer fengið tímabundið gistirými þar sem þó er engin eldunaraðstaða.

Samkvæmt tölum sem írskir fjölmiðlar vitna til voru um tólf þúsund einstaklingar, þar af 3.800 börn, heimilislausi í Írlandi í ágústmánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar

Hvatti dóttur sína margoft til að láta lóga hundinum – Hefði betur farið að ráðum hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu

Glæpamenn gera þjónustu við fatlaða að féþúfu