fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Myrk framtíðarsýn forsetaframbjóðanda Bandaríkjanna: „Það eru ekki ýkjur að segja að konur muni deyja“

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 07:00

Kamala Harris

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingkonan Kamala Harris var harðorð í kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum í gær þegar kom að umræðu um heilbrigðismál.

„Þetta eru sjöttu kappræðurnar sem við höfum mætt í og varla hefur verið minnst einu orði á aðgengi kvenna að frjósemisvernd, sem er verið að ráðast á af fullum krafti í Bandaríkjunum í dag, þó við ræðum sí og æ um heilbrigðiskerfið.“

Kamala notaði aldrei orðið þungunarrof en var að vísa til löggjafar gegn þungunarrofi sem tekið hefur gildi í nokkrum ríkjum í Bandaríkjunum síðasta hálfa árið. Ríki eins og Alabama, Georgía, Ohio og Missouri hafa öll bannað þungunarrof snemma á meðgöngu.

Kamala segir það hneisu að frjósemisvernd kvenna hafi ekki borið á góma í kappræðunum.

„Það eru ekki ýkjur að segja að konur muni deyja – fátækar konur, litaðar konur deyja – vegna þessarar löggjafar Repúblíkana í þessum ríkjum, sem er algjörlega úr tengslum við Bandaríkjamenn og segja konum hvað þær eiga að gera við líkama sinn,“ sagði Kamala.

„Fólk þarf að hætta að skipta sér af líkömum kvenna og leyfa konum að taka sínar eigin ákvarðanir. Tölum um þetta. Þetta er mikilvægt heilbrigðismál í Bandaríkjunum í dag.“

Stuttu síðar lýsti þingmaðurinn Cory Booker yfir stuðningi við málflutning Kamölu og kallaði stríðið gegn rétti til þungunarrofs „skýra og raunverulega ógn í Bandaríkjunum.“

„Við sjáum að réttindum kvenna til að fjölga sér er ógnað út um allt land og Guð blessi Kamölu, en vitið þið hvað? Konur ættu ekki að vera þær einu sem vekja máls á þessu og berjast,“ sagði hann. „Og karlmenn, þetta er ekki bara út af því að konur eru dætur okkar og vinir okkar og eiginkonur okkar. Þetta snýst um það að konur eru fólk og fólk á rétt á að stjórna eigin líkama.“

Hér fyrir neðan má sjá brot úr tölu Kamölu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 6 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“