fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Hvetja ferðamenn til að hætta að nota Google Maps

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 16. október 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld á Sardiníu, einni fegurstu eyju Ítalíu, hafa hvatt ferðamenn til að hætta að nota Google Maps – eða að minnsta kosti nota forritið á skynsamlegan hátt og ekki í blindni eins og margir virðast gera.

Þessi viðvörunarorð eru komin til vegna fjölda tilfella þar sem ferðamenn hafa komist í hann krappan eftir að hafa notað forritið. Á undanförnum tveimur árum hafa 144 neyðarboð borist frá ferðamönnum sem hafa villst af leið á eyjunni fögru. Þetta er til dæmis göngufólk sem hefur komið sér í ógöngur eða ökumenn sem reyna að fara ótroðnar slóðir.

Nú síðast þurfti að bjarga tveimur ferðamönnum sem voru að leita að hvítum ströndum eyjarinnar. Þeir villtust af leið og voru komnir upp á fjall á svæði sem er mjög erfitt yfirferðar, meðal annars vegna þverhníptra kletta.

Yfirvöld segja að flestir þessara ferðamanna hafa notað Google Maps, en forritið veiti því miður stundum misvísandi upplýsingar. Nú hafa yfirvöld sett upp skilti þar sem ferðamenn eru varaðir við þessu og hvattir til að beita skynseminni. Þá hafa yfirvöld verið í samskiptum við Google vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 5 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 1 viku

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 1 viku

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“