fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Stórborgir heimsins eru í lykilhlutverki varðandi endalok heimsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. október 2019 06:00

Times Square í New York.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milljónaborgir á borð við New York eiga stóran hlut að máli varðandi losun gróðurhúsalofttegunda. Þær standa að baki um 80 prósenta af losuninni. Loftslagsbreytingarnar hafa einnig áhrif á stórborgirnar sem eru sumar í mikilli hættu vegna hækkandi sjávarborðs og öflugri óveðra en áður. Ástæðan er að margar stórborgir standa við hafið.

Borgaryfirvöld í New York hafa tekið við sér sem og yfirvöld í New York ríki. Nýlega samþykkti þing ríkisins aðgerðaáætlun sem er sögð ein sú metnaðarfyllsta í heiminum. Samkvæmt henni á að vera búið að skera nær alla losun gróðurhúsalofttegunda niður fyrir 2050. Þetta á meðal annars að gera með því að fjárfesta í umhverfisvænni orku á borð við vindorku, sólarorku og vatnsorku.

Sjónunum verður einnig beint að byggingum ríkisins og samgöngukerfið verður tekið í gegn til að bæta orkunýtingu þess. Byggingar í New York valda um 70 prósent af losun ríkisins á gróðurhúsalofttegundum því í þeim er notað mikið af orku til hitunar, til lýsingar og til kælingar. Í framtíðinni eiga eigendur orkuþurfandi skýjakljúfa háar sektir yfir höfði sér ef þeir uppfylla ekki nýjar reglur ríkisins.

Gregg Bishop, hjá borgarstjórn New York, segir að það geti lækkað hita í húsum um allt að 30 prósent ef svart húsþak er málað hvítt því hvíti liturinn endurvarpar sólargeislunum. Af þessum sökum verða milljónir fermetra af húsþökum í borginni nú málaðir hvítir sem og í ríkinu öllu. Þetta mun draga úr notkun á loftkælibúnaði.

Einnig hafa margir farið þá leið að koma upp görðum á þökum bygginga og gera þau græn og umhverfisvæn. Með þessu móti er hægt að draga úr hita í húsunum á sumrin og halda hita í þeim á veturna. Sífellt fleiri þök á iðnaðarbyggingum verða græn og þar er grænmeti ræktað til sölu í nærliggjandi verslunum.

Segja má að borgaryfirvöld hafi vaknað til lífsins varðandi málaflokkinn eftir að fellibylurinn Sandy skall á borginni 2012 en hann olli miklu tjóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt

Hún kom að eiginmanninum með annarri konu – Síðan gerði hún svolítið hræðilegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu
Pressan
Fyrir 4 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf