fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

Kom að unnustanum áreita brúðarmær tveimur dögum fyrir brúðkaupið – Giftist honum samt

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 7. október 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður í Pennsylvaníu-fylki, Bandaríkjunum er sagður hafa áreitt konu kynferðislega, en hún átti að vera brúðarmær í brúðkaupi hans sem fór fram tveimur dögum seinna. The Washington Post greinir frá þessu.

Daniel J. Carney var að skemmta sér ásamt unnustu sinni og vinum þann 28. september, tveimur dögum fyrir fyrirhugað brúðkaup. Eftir skemmtunina bað unnustan, Carney um að fylgja vinkonu sinni á öruggan stað, en vinkonan var ofurölvi.

Carney á hinsvegar að hafa fylgt vinkonunni inn á baðherbergi og brotið kynferðislega á henni. Hann á að hafa káfað á henni, bitið hana og afklætt hana úr nærfötum sínum.

Unnustan á þá að hafa gengið inn á Carney á meðan hann áreitti konuna.

Í kjölfarið eiga Carney og verðandi eiginkona hans að hafa lent í einskonar slagsmálum, á bílastæði fyrir utan staðinn þar sem kynferðisbrotin eiga að hafa farið fram.

Daginn eftir á Carney að hafa sent meintu fórnarlambi skilaboð og beðið hana um að taka neyðarpillu, þrátt fyrir að hann hafi fullyrt að þess væri ekki þörf.

Þrátt fyrir öll ósköpin fór brúðkaupið fram fyrsta október.

Daginn eftir brúðkaupið á fórnarlambið að hafa tilkynnt lögreglu um málið sem að rannsakar nú málið.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“

Kennir vinsælli vöru um dauða eiginkonunnar – „Þetta fyrirtæki verður að axla ábyrgð“
Pressan
Í gær

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi

Fyrsta brúðkaup í Notre Dame í þrjá áratugi – Erkibiskupinn gaf sérstakt leyfi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug

Nýjasta tækið í vopnabúri Pútíns vekur óhug
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám
Pressan
Fyrir 4 dögum

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur

13 ára gömlum var honum rænt af heimili sínu, pyntaður í 43 tíma og svo skotinn í bakið – lifði af en situr eftir stórskuldugur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu