fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

86 tígrisdýr drápust – Aðeins 4.000 dýr eftir frjáls í heiminum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. september 2019 18:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir þremur árum var 147 tígrisdýrum bjargað úr frægu búddahofi í Taílandi. Þar hafði þeim verið haldið árum saman til að laða ferðamenn að. Nú er svo komið að 86 af dýrunum eru dauð en þau hafa verið í umsjá taílenskra yfirvalda síðan þeim var bjargað. Sjúkdómur varð dýrunum að bana.

Yfirvöld skýrðu frá þessu á mánudaginn. Dýrin voru flutt í ríkisrekið friðland og hafa dvalið þar síðan þeim var bjargað. Þau eru viðkvæm fyrir sjúkdómum vegna innræktar segja yfirvöld. Erfðarannsóknir á dýrunum 147 sýndu að þau eru öll komin af sömu sex tígrisdýrunum.

Í rúman áratug var Wat Pha Luang Ta Bua hofið nánast eins og dýragarður en þangað streymdi fólk til að láta taka myndir af sér með tígrisdýrum. Það var ekki fyrr en eftir margra ára þrýsting frá útlöndum sem taílensk yfirvöld gerðu eitthvað í málinu og björguðu tígrisdýrunum úr prísundinni. Auk hinna lifandi dýra fundust tígrisdýraskinn, bein og 60 tígrisdýraungar sem höfðu verið frystir.

Talið er að um 1.000 tígrisdýr séu í Taílandi en aðeins 200 þeirra lifa frjáls úti í náttúrunni. Á heimsvísu eru aðeins um 4.000 tígrisdýr sem lifa frjáls úti í náttúrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri