fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Eyddi 4,5 milljónum í baráttu gegn 16.000 króna hraðasekt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. september 2019 06:50

Breskir lögreglumenn að störfum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á örlagaríkum nóvemberdegi 2016 var Richard Keedweel kærður fyrir of hraðan akstur í Worcester á Englandi. Hann ók þá á 56 km/klst þar sem leyfðu hámarkshraði er 50 km/klst. Hann fékk sekt upp á sem nemur um 16.000 íslenskum krónum.

En Richard var ekki sáttur við sektina því hann var sannfærður um að hann hefði ekki ekið of hratt. Hann stóð fast á sínu og fór með málið fyrir dóm og þá byrjaði áralangt ferli sem kostaði hann sem svarar til 4,5 milljóna íslenskra króna þegar upp var staðið.

BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að Richard hafi meðal annars fengið sérfræðinga til að mæta fyrir dóm til að styðja mál sitt. Meðal annars sögðu þeir að hraðamyndavélin, sem myndaði brot hans, hafi verið vitlaust stillt eða að bíll, sem var ekið í gagnstæða átt, hafi ekið á umræddum hraða og hafi kveikt á myndavélinni.

Vegna þess vafa sem upp kom varðandi tæknimál dróst málið á langinn og málskostnaðurinn óx og óx. Það dró ekki úr kostnaðinum að Richard tapaði málinu á fyrsta dómsstigi og áfrýjaði því og tapaði aftur. Þegar upp var staðið hafði hann greitt sem nemur 4,5 milljónum íslenskra króna í málskostnað og auk þess þarf hann að greiða upprunalegu sektina.

Milljónirnar hafði sonur hans átt að fá í arf en Richard er 71 árs. BBC hefur eftir Richard að hann sjái eftir peningunum en hann hafi bara viljað láta réttlætið fram ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 3 dögum

Náðu mynd af glósum ráðherrans sem sýndi hvernig hún ætlaði að koma sér undan erfiðum spurningum

Náðu mynd af glósum ráðherrans sem sýndi hvernig hún ætlaði að koma sér undan erfiðum spurningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

38 ára faðir hélt að bakverkurinn þýddi bara að hann væri að eldast – Átta vikum seinna var hann dáinn

38 ára faðir hélt að bakverkurinn þýddi bara að hann væri að eldast – Átta vikum seinna var hann dáinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag