fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Margir halda því fram að borgin sé ekki til: Ef þú getur sannað það færðu 140 milljónir

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 23. ágúst 2019 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 330 þúsund manns búa í þýsku borginni Bielefeld í sambandslandinu Norðurrín-Vestfalía. Þó að borgin sé aldagömul eru margir sem halda því fram að Bielefeld sé hreinlega ekki til.

Þessi samsæriskenning kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1993, um það leyti sem internetið fór að ryðja sér til rúms meðal almennings. Talið er að kenninguna megi rekja til tölvunarfræðings, Achim Held að nafni, sem varpaði henni fram í gríni – í raun til að gera grín að öðrum samsærikenningum.

Síðan þá hefur kenningin verið vinsæl meðal þeirra sem aðhyllast samsæriskenningar og hefur borgaryfirvöldum reynst erfitt að hrista þennan stimpil af sér. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, grínaðist eitt sinn með það að hún efaðist um tilvist borgarinnar.

Nú hafa borgaryfirvöld ákveðið að sá sem getur færst sönnur á að borgin sé ekki til fá eina milljón evra, eða 140 milljónir króna, í verðlaun.

Bielefeld er sem fyrr segir sögufræg og aldagömul borg. Borgin fór illa út úr loftárásum bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Eitt þekktasta fyrirtæki borgarinnar er matvælafyrirtækið Dr. Oetker, sem meðal annars framleiðir hinar gómsætu Ristorante-pizzur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina