fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Myrtu bestu vinkonu sína – „Við gerðum þetta í raun á þremur“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 06:00

Sheila Eddy og Rachel Shoaf. Mynd: Lakin Correction Center

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 6. júlí 2012 læddist hin 16 ára gamla Skylar Neese út af heimili sínu í Star City í Vestur-Virginíu. Þangað kom hún aldrei aftur. Hún ætlaði að hitta tvær bestu vinkonur sínar, þær Rachel Shoaf og Sheile Eddy, í skógi utan við heimabæ þeirra.

Þegar Neese skilaði sér ekki heim um kvöldið sögðu Shoaf og Eddy að þær hefðu verið á rúntinum með henni en hefðu sett hana út nærri heimili hennar. Lögreglan hóf umfangsmikla leit en hún skilaði engum árangri.

En hálfu ári síðar, í janúar 2013, komst loks skriður á málið. Lögregluna hafði lengi grunað að Shoaf og Eddy vissu meira um málið en þær vildu láta uppi.

„Við spurðum Rachel: „Af hverju drápuð þið Skylar?“ Svar hennar var: „Okkur líkaði bara ekki við hana.““

Sagði lögreglumaðurinn Ronnie Gaskin í samtali við ABC News. Sjónvarpsstöðin sýndi nýlega heimildamynd um þennan skelfilega atburð. Þar kom fram að margar Twitterfærslur voru skrifaðar af Neese skömmu áður en hún var myrt og af vinkonum hennar eftir morðið.

Shoaf játaði morðið en Eddy þvertók fyrir að vita nokkuð um það og á Facebook og Twitter hélt hún bara uppteknum hætti og skrifaði um hversdagslega hluti. Þegar lögreglan tilkynnti þann 13. mars 2013 að lík Neese hefði fundist skrifaði Eddy á Twitter:

„Hvíldu í friði Skylar. Þú verður alltaf besta vinkona mín. Þetta er versti dagur lífs míns.“

Með færslunni birti hún mynd af sér og Neese.

Þegar Shoaf játaði morðið sagði hún að hún og Eddy hefðu skipulagt það í náttúrufræðitíma. Áætlunin var að taka Neese með í bíltúr og aka til afskekts svæðis til að reykja maríjúana. Síðan var ætlunin að telja upp að þremur og stinga Neese til bana.

„Við gerðum þetta í raun á þremur.“

Tísti Eddy um tveimur vikur eftir að lík Neese fannst.

Hún var ekki handtekin fyrr en 1. maí, tæpum tíu mánuðum eftir morðið.

Shoaf og Eddy voru báðar sakfelldar fyrir morðið. Eddy var dæmd í lífstíðarfangelsi en Shoaf í 30 ára fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina