fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Vilja kalla breska þingið saman vegna umtalaðrar skýrslu um Brexit

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski Verkamannaflokkurinn vill að breska þingið verði kallað strax saman. Ástæðan er umtöluð svört skýrsla, sem var unnin fyrir ríkisstjórnina, um hugsanlegar afleiðingar Brexit án samnings. Í skýrslunni kemur fram að búast má við öngþveiti og ringulreið og skorti á ýmsum nauðsynjum mánuðum saman.

John McDonnell, talsmaður Verkamannaflokksins í fjármálum, segir að þingið verði að koma fljótt saman til að ræða Brexit í kjölfar fyrrnefndrar skýrslu. Boris Johnson, forsætisráðherra, er staðráðinn í að Bretar gangi úr ESB þann 31. október næstkomandi, með eða án samnings. ESB hefur hafnað öllum umleitunum hans um að taka upp nýjar viðræður um útgöngusamning.

Eins og DV skýrði frá fyrr í dag birti The Sunday Times fyrrnefnda skýrslu á sunnudaginn.

McDonnell segir að skýrslur um yfirvofandi hættuástand kalli á að þing komi strax saman þrátt fyrir sumarleyfi. Sumarfríið á að vara til 3. september.  Hann segir að meirihluti sé á þinginu gegn útgöngu úr ESB án samnings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina