fbpx
Sunnudagur 15.september 2019  |
Pressan

Trump er ósáttur við að fá ekki að kaupa Grænland – Sáir efasemdum um Danmerkurheimsókn sína

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 08:02

Donald Trump vill kaupa Grænland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýst yfir áhuga á að Bandaríkin kaupi Grænland. Danir eru ekki par hrifnir af þessari hugmynd og vita danskir stjórnmálamenn ekki hvort þeir eiga að hlæja eða gráta yfir hugmyndinni. Grænlendingar eru sjálfir ekki hrifnir af þessu og hafa ekki mikinn áhuga á að verða hluti af Bandaríkjunum. En svo virðist sem Trump sé móðgaður vegna þess að hvorki Danir né Grænlendingar vilja ljá máls á þessu.

Martin Lidegaard, fyrrum utanríkisráðherra, telur að Trump sé bálreiður vegna dræmra undirtekta og af þeim sökum sé hann farinn að draga í land með hvort hann komi í opinbera heimsókn til Danmerkur 2. og 3. september næstkomandi eins og tilkynnt hafði verið.

Á sunnudaginn sagði Trump bandarískum blaðamönnum að hann færi „kannski“ til Danmerkur.

„Við förum til Póllands og síðan förum við kannski til Danmerkur.“

Sagði Trump sem bætti við að hann „hugleiddi“ að fara til Danmerkur en „ekki væri öruggt“ að hann færi þangað. Þetta sagði hann eftir að hann hafði staðfest fréttir um að hann vildi kaupa Grænland fyrir hönd Bandaríkjanna.

Það er nánast óþekkt að þjóðhöfðingi dragi í land með opinbera heimsókn sem hefur verið tilkynnt um. Það þarf stóra atburði á borð við stríð, andlát í fjölskyldu þjóðhöfðingjans eða eitthvað af svipaðri stærðargráðu til að heimsókn sé aflýst segja sérfræðingar í alþjóðasamskiptum. Orð Trump eru sögð vera brot á siðareglum sem gilda um samskipti ríkja.

Lidegaard sagði í samtali við Jótlandspóstinn að hann telji þetta hik Trump vera tilkomið vegna þess að hann hafi móðgast við að bæði Danir og Grænlendingar hafa hafnað kauphugmynd hans með öllu.

Danir vinna nú á fullu að undirbúningi heimsóknar Trump en gríðarlegar öryggisráðstafanir fylgja komu forsetans og verða mörg þúsund lögreglumenn á vakt í Kaupmannahöfn þegar og ef Trump kemur þangað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina