fbpx
Mánudagur 16.september 2019  |
Pressan

Stór loftsteinn fer fram hjá jörðinni í þessum mánuði – Svo hættulegur er hann

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 19:00

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftsteinn, sem gæti verið stórhættulegur, þýtur framhjá jörðinni í lok ágúst. Skyldi loftsteinninn breyta um stefnu og lenda á yfirborði jarðar, gæti það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir plánetuna.

Loftsteinninn, sem kallast 2019 OU1, er um það bil 160 metrar að þvermáli. Hann ferðast, samkvæmt bandarísku geimferðastofnuninni NASA, um 13 kílómetra á sekúndu.

Samkvæmt Ole J. Knudsen hjá eðlis- og stjörnufræðistofnun háskólans í Árósum, getur það haft í för með sér mikla eyðileggingu lendi loftsteinninn  á jörðinni.

Það lítur þó ekki út fyrir að jarðarbúar þurfi að hafa neinar áhyggjur í þetta sinn. NASA gerir ráð fyrir því að loftsteinninn muni fara fram hjá jörðinni í um milljón kílómetra fjarlægð hinn 28. ágúst. Til samanburðar er tunglið í 384.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fyrir 2 dögum

Rigningin hefur haft sitt að segja

Rigningin hefur haft sitt að segja
Pressan
Fyrir 2 dögum

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif

Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur mikil áhrif
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður

Maria lést í umferðarslysi – Faðir hennar kom fyrstur á vettvang sem sjúkraflutningamaður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drepin af hundum sínum

Drepin af hundum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum

Fékk skelfilegar fréttir þegar hann vaknaði eftir slysið – Ekki keyra undir áhrifum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina

Gengur illa að leigja nýjar íbúðir út – Bjóða ókeypis leigu fyrstu þrjá mánuðina