fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Heita verðlaunum ef drengur fæðist í bænum – Hefur ekki gerst í 10 ár

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. ágúst 2019 07:01

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miejsce Odrzanskie er bara venjulegur lítill bær í Póllandi. Þar búa aðeins 272 og því um mjög lítið samfélag að ræða. En það samanstendur ekki bara af gömlu fólki því eitthvað er af fólki á barneignaraldri þar. Á undanförnum tíu árum hafa nokkur börn fæðst í bænum en allt eru það stúlkubörn, ekki einn einasti drengur hefur fæðst þar á þessum tíma.

Business Insider skýrir frá þessu. Nú hefur bæjarstjórinn brugðist við þessu og hefur heitið glæsilegum verðlaunum handa þeim foreldrum sem eignast næsta dreng.

„Mér finnst þetta undarleg. Það gæti verið gaman að komast að af hverju þetta er svona.“

Segir bæjarstjórinn Rajmund Frischko.

Enginn virðist hafa áttað sig á þessum mikla kynjahalla fyrr en í júní á þessu ári en þá sigraði lið slökkviliðsmanna í bænum, sem eru allt sjálfboðaliðar, í héraðskeppni. Í liðinu eru aðeins stúlkur og konur. Í kjölfar sigursins var farið að kanna málið og kom þá í ljós að 12 síðust börn sem fæddust í bænum eru stúlkur. Í kjölfarið fór orðrómur af stað um að svona hafa þetta verið áratugum saman.

Bæjarstjórinn getur sjálfur vitnað um kynjahallann því hann og eiginkonan eiga tvær stúlkur.

Tomas Golasz, íbúi í bænum, segir að hann og eiginkonan eigi einnig tvær stúlku og vilji gjarnan eignast dreng en það gæti orðið ákveðin áskorun.

„Ég held bara að konur geti ekki fætt drengi í þessum bæ.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“