Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Pressan

Svona auðvelt er að kaupa skotvopn í Texas

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. ágúst 2019 20:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvö fjöldamorð í Bandaríkjunum um helgina hafa enn einu sinni hleypt lífi í umræðuna um skotvopnaeign þar í landi og því sem margir telja auðvelt aðgengi fólks að skotvopnum. 22 voru skotnir til bana í El Paso í Texas á laugardaginn og 9 til viðbótar í Ohio á sunnudaginn.

Samkvæmt umfjöllun USA Today þá er vopnalöggjöfin í Texas ein sú frjálslegasta í Bandaríkjunum. Samkvæmt henni geta allir sem hafa náð 18 ára aldri eignast skotvopn. Ef fólk er með skotvopnaleyfi má það bera skotvopn í skólum og verslunum sem heimila það. Til að fá skotvopnaleyfi er nóg að taka námskeið á netinu og skotpróf í framhaldi af því.

Texas er í raun svokallað „open carry state“ en það þýðir að fólk má vera vopnað, þar með talið þungvopnað, þegar það fer í verslunarmiðstöðvar, kirkju eða er annarsstaðar á opinberum vettvangi. Í raun er ólöglegt að hindra fólk í að bera vopn.

Ef skotvopn er keypt í verslun þarf fólk að standast svokallaða bakgrunnsskoðun en ef notað vopn er keypt af einkaaðila þarf þessi ekki segir á heimasíðu NRA sem eru hagsmunasamtök þeirra sem aðhyllast frjálsa og óhefta skotvopnaeign.

Í kjölfar voðaverksins í El Paso hafa margir þeirra demókrata, sem sækjast eftir að verða forsetaframbjóðendur flokksins, veist harkalega að NRA og bandamönnum þeirra í repúblikanaflokknum.

Cory Booker, þingmaður í New Jersey, sagðist hafa fengið nóg og í næstu forsetakosningum verði frambjóðendur að þora að segja að það megi ekki láta hagsmuni skotvopnaiðnaðarins og þar með NRA ráða.

Í einhverskonar stefnuyfirlýsingu sem ódæðismaðurinn í El Paso birti skömmu áður en hann lét til skara skríða kemur fram að hann sé hræddur við að fólk frá Latnesku-Ameríku sé að taka Texas yfir og að hvítir verði þar fljótlega í minnihluta. Hann hafi viljað leggja sitt af mörkum til að koma í veg fyrir það.

Beto O‘Rourke, sem einnig býður sig fram í forvali demókrata, sagði í kjölfar voðaverksins að orðræða Donald Trump, forseta, um innflytjendur frá Suður-Ameríku geti leitt til atburða eins og í El Paso. Trump hefur ítrekað sagt að innflytjendurnir ógni öryggi Bandaríkjanna.

„Auk þess að breyta lögum, svo svona lagað gerist síður, verðum við að tala um hatrið og kynþáttahyggjuna sem sést hér í landinu núna og getur leitt til þess að svona gerist.“

Sagði O‘Rourke sem fæddist í El Paso og sat í borgarstjórn þar frá 2005 til 2011.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu