Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Pressan

Hrottalegt morð á 16 ára pilti í Svíþjóð – „Heimsins besti piltur“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 07:31

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasta föstudagskvöld fannst Peter Plax, 16 ára, helsærður í Sollentuna í Stokkhólmi. Hann var með mikla áverka á höfði og baki. Hann var strax fluttur á sjúkrahús með þyrlu en lést aðfaranótt laugardags af völdum áverkanna. Grunur leikur á að þeir hafi verið veittir með öxi. Annar piltur hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið Peter að bana.

Expressen skýrir frá þessu. blaðið hefur eftir foreldrum Peter, Dmitri Plax og Olga Teouch, að Peter hafi verið bráðgreindur og hafi elskað að spila á píanó, hafi dreymt um að verða sálfræðingur og hafi aldrei lent í neinum vandræðum.

„Peter var eins langt frá afbrotum og hægt er. Hann var heimsins besti piltur. Hann var alltaf glaður og í góðu skapi. Hann var alltaf reiðubúinn til að hjálpa öðrum. Hann var mjög vinsæll.“

Sagði faðir hans um Peter sem átti að hefja menntaskólanám 19. ágúst næstkomandi. Móðir hans tók í sama streng og sagði að Peter hafi verið vinsæll meðal vina sinna og vel gefinn.

Talið er að það hafi verið hinn handtekni sem tilkynnti lögreglunni um málið. Lögreglan hefur ekki viljað veita neinar upplýsingar um ástæðu morðsins eða hvað hinn handtekni hefur sagt við yfirheyrslur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu