Þriðjudagur 12.nóvember 2019
Pressan

Furðuleg handtaka vekur hörð viðbrögð – Nú hefur lögreglan beðist afsökunar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. ágúst 2019 17:00

Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndin sem fylgir með þessari frétt hefur vakið mikla umræðu en hún þykir minni illþyrmilega á liðna tíma. Á myndinni sjást tveir hvítir lögreglumenn, á hestum, teyma handjárnaðan svartan mann á eftir sér. Þetta átti sér stað í Galveston í Texas á laugardaginn. Maðurinn var handtekinn fyrir að fara í óleyfi inn á landareign annars manns.

Myndin minnir á þá tíð þegar þrælahald viðgekkst í Bandaríkjunum og ýfði upp sárar minningar hjá mörgum. Bandarískt þjóðfélag er enn örum sett eftir þrælahaldið og margir upplifa kynþáttahyggju daglega. Á Twitter skrifaði einn notandi að myndin vekti upp sársaukafullar minningar um afríska þræla á flótta og hvíta menn sem eltu þá uppi.

Það var Adreinne Bell, demókrati í Texas, sem birti myndina á Facebook og vakti hún strax mikla athygli. Í texta við myndina skrifaði Bell að það væri erfitt að skilja af hverju lögreglumennirnir töldu nauðsynlegt að teyma hinn handtekna á eftir sér. Tryggja verði að þetta endurtaki sig ekki.

Lögreglan í Galveston sendi frá sér fréttatilkynningu á mánudaginn þar sem hún baðst afsökunar á atburðinum og gjörðum lögreglumannanna. Lögreglan játaði að handtakan hafi verið „niðurlægjandi“ og harmaði lélega dómgreind lögreglumannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum

Ný rannsókn – Karlar falla fyrir konum sem láta líkamsþyngdina hvíla á öðrum fætinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu

Óttast straum liðsmanna Íslamska ríkisins til Evrópu