fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Pressan

Mikil aukning í ávísunum danskra lækna á kannabis

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 18. júlí 2019 22:30

Kannabisplöntur. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á aðeins einu ári hefur orðið mikil aukning á ávísunum danskra lækna á  kannabis til sjúklinga. Aukningin nemur um 300%. Á fyrsta ársfjórðungi yfirstandandi árs voru skrifaðar út 1.765 slíkar lyfjaávísanir til 1.007 sjúklinga.

Þetta er 300% aukning frá 2018 en í ársbyrjun var heimilað að nota kannabis í lækningaskyni að undangengnum ströngum skilyrðum. Þetta er tilraunaverkefni sem mun standa yfir í ákveðinn tíma áður en ákvörðun verður tekin um hvort þetta verði heimilað til frambúðar.

Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að hjá danska MS-félaginu gleðjist fólk yfir þessum tölum en innan samtakanna eru margir sem eru taldir hafa gagn af þessum fyrirkomulagi. Margir MS-sjúklingar eru með einkenni sem hefðbundin lyf gagnast ekki við en margir þeirra segja að áhrif kannabis á þá séu góð. Þetta hefur Danska ríkisútvarpið eftir Klaus Høm, framkvæmdastjóra MS-félagsins. Hann sagði jafnframt að þrátt fyrir að margir MS-sjúklingar njóti góðs af kannabisinu þá séu þeir of fáir því kannabisið sé svo dýrt. Ef alvöru vilji sé að baki þessu þá þurfi að láta kannabis, sem er ávísað af læknum og selt í apótekum, falla undir sama hatt og önnur lyf svo lyfjakostnaðurinn takmarkist við 4.000 danskar krónur á ári, hið opinbera greiði allt umfram það.

Hjá samtökum lækna hafa menn hinsvegar áhyggjur af þessu því ekki sé vitað hvaða langtímaáhrif og aukaverkanir kannabisið hafi. Af þeim sökum séu það fáir læknar sem ávísi því enn sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig