fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Skelfilegar framtíðarhorfur – Ísinn á Grænlandi verður hugsanlega horfinn innan 1.000 ára

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. júní 2019 23:00

Hluti Grænlandsjökuls. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árlega bráðnar hluti þess íss sem er á Grænlandi. Ástæðan eru loftslagsbreytingarnar sem hafa gert heimshöfin og andrúmsloftið hlýrra en áður. Af þessum sökum hefur jafnvægið raskast og meiri ís bráðnar á sumrin en myndast með snjókomu á veturna. Þessi bráðnun mun valda því að yfirborð heimshafanna mun hækka á meðan núlifandi kynslóðir eru uppi.

Í nýrri rannsókn, sem hefur verið birt í vísindaritinu Science Advances, kemur fram að ef núverandi þróun mála heldur áfram geti Grænlandsjökull verið horfinn með öllu árið 3000. Ef það gengur eftir mun yfirborð heimshafanna hafa stigið um tæplega 7.3 metra miðað við það sem það er í dag. Þar er aðeins um að ræða áhrif bráðnunar á Grænlandi.

Þetta mun hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir mannkynið og náttúruna í heild sinni um allan heim. Árið 3000 virðist eflaust langt undan en við munum finna fyrir áhrifum þessarar bráðnunar mun fyrr. Um næstu aldamót gæti yfirborð heimshafanna hafa hækkað um 33 sentimetra vegna bráðnunar á Grænlandi að mati vísindamanna.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Shfaqat Abbas Khan, sem vann að rannsókninni, að þetta sé mjög alvarlegt. Ef horft sé 22.000 til 23.000 ár aftur í tímann hafi aldrei orðið bráðnun á borð við þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“