fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Heimsins stærsta flugvél til sölu fyrir svimandi háa uppæð

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 19:00

Stratolaunch.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsins stærsta flugvél fór í sitt fyrsta reynsluflug, yfir Mojave-eyðimörkinni í Kaliforínu, í apríl. Fjarlægðin á milli vængenda er meiri en lengd fótboltavallar, vænghaf sem er 50% meira en á Airbus A380 risaþotunni.

CNBC skýrir nú frá því að flugvélin sé til sölu fyrir rúma 50  milljarða króna.

Vulcan var fjárfestingarhópur milljarðamæringsins Paul Allen, eins stofnenda Microsoft, en hann lést í október. Vulcan á vélina.

Flugvélin, Straotlaunch, er með tvo skrokka og er hönnuð til að fljúga út í neðstu hluta geimsins og sleppa þar geimflaug sem myndi fljúga áfram útí geim til að setja út ný gervitungl.

Þrátt fyrir svimandi hátt verð er gert ráð fyrir því að vélin muni seljast. CNBC nefnir milljarðamæringa sem eru áhugasamir um geimferðir, svo sem Elon Musk stofnanda Tesla, Jeff Bezos stofnanda Amazom og Richard Branson, eiganda Virgin, sem mögulega kaupendur. Allir eru þeir uppteknir af því að ferðast út í geim.

Stratolaunch er með tvo skrokka og sex mótora, sem eru á stærð við mótora Boeing 747 vélanna. Hugsunin á bak við þetta er að geimflaugarnar sem vélin á að flytja út í geim muni hanga á milli skrokkanna tveggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali