fbpx
Mánudagur 14.október 2019  |
Pressan

Var í þvottahúsinu þegar skýstrókur gekk yfir húsið

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 23. maí 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Litlu mátti muna að illa færi þegar Austin Thomson, 25 ára íbúi í Jefferson City í Missouri í Bandaríkjunum, var í þvottahúsinu á heimili sínu að setja í þvottavél.

Skömmu áður hafði hann orðið var við að farið væri að hvessa og skyndilega fór að hellirigna. Austin hætti að lítast á blikuna þegar flaggstöng í garðinum lagðist á hliðina og rúður í húsinu hans, sem er tvær hæðir, byrjuðu að splundrast. Sem betur fer slasaðist Austin ekki en síðar kom í ljós að skýstrókur hafði gengið yfir húsið.

Minnst þrír hafa látist í óveðri sem gengið hefur yfir Missouri undanfarna daga. Í gær gerði skýstrókur íbúum í Jefferson City lífið leitt og urðu talsverðar skemmdir af hans völdum. Þeir þrír sem létust voru búsettir í Golden City í Barton-sýslu í Missouri.

Yfirvöld í Missouri segja að 22 tilkynningar um skýstróka hafi borist undanfarna daga.

Á þessum árstíma ganga skýstrókar jafnan yfir Missouri og nágrannaríkin en nákvæmlega átta ár eru liðin síðan 161 lést þegar skýstrókur fór yfir borgina Joplin í Missouri. Veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi óstöðugleika í veðrinu og hafa til dæmis íbúar í Ohio verið hvattir til að vera á varðbergi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Sjáumst í helvíti þar sem við útkjáum þetta“

„Sjáumst í helvíti þar sem við útkjáum þetta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eltihrellirinn þurfti ekki meira en endurkastið í ljósmynd poppstjörnunnar

Eltihrellirinn þurfti ekki meira en endurkastið í ljósmynd poppstjörnunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann

730 fyrirtækjabílum beint gegn Erdogan – Bein stríðsyfirlýsing við forsetann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gaupa réðst á hjón

Gaupa réðst á hjón
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bæjarstjóri stóð ekki við kosningaloforð: Brjálæðir íbúar refsuðu honum grimmilega

Bæjarstjóri stóð ekki við kosningaloforð: Brjálæðir íbúar refsuðu honum grimmilega
Fyrir 4 dögum

Farið að síga á seinni hlutann

Farið að síga á seinni hlutann
Pressan
Fyrir 4 dögum

CNN neitar að birta auglýsingar frá Donald Trump

CNN neitar að birta auglýsingar frá Donald Trump
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfyllsta lagið á internetinu: Hvaðan kom það og hver samdi það? Það veit enginn

Dularfyllsta lagið á internetinu: Hvaðan kom það og hver samdi það? Það veit enginn