Svo gæti farið að fjórða fjölmennasta ríki heims fái nýja höfuðborg áður en langt um líður. Forseti Indónesíu, Joko Widodo, vill færa aðsetur stjórnvalda frá Jakarta.
Jakarta er á eyjunnu Jövu sem er fjölmennasta eyja heims en Widodo vill færa hana frá Jövu. Í frétt Jakarta Post kemur fram að ekki sé vitað hvert Widodo vill færa höfuðborgina en ekki er búist við því að þetta verði að veruleika fyrr en eftir nokkur ár í fyrsta lagi.
Greinendur segja ekki útilokað að Widodo horfi til Borneo sem er þriðja stærsta eyja heims. Þar er einnig að finna einhverja elstu regnskóga heims. Samarinda er fjölmennasta borgin þar með rúmlega 700 þúsund íbúa.
Rúmlega tíu milljónir eiga heima í Jakarta og er það mat Widodo að dreifa þurfi valdinu – Indónesar reiði sig of mikið á Jakarta.
„Við viljum hafa höfuðborg sem endurspeglar auðkenni og yfirbragð Indónesíu,“ segir forsetinn.