fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Pressan

Telur sig hafa fundið snilldarráð gegn mígreni – Notar algengt eldhúsáhald til að sigrast á verkjunum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. mars 2019 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elizabeth Hayes, frá Indiana í Bandaríkjunum, uppgötvaði fyrir tilviljun hvernig ósköp venjulegt heimilisáhald gat linað mígrenikast sem hafði varað í 12 klukkustundir. Mígrenið hvarf ekki alveg en Elizabeth segir að verkirnir hafi minnkað um helming.

Þetta segir hún í færslu á Facebook sem hefur vakið mikla athygli og verði deilt mörg hundruð þúsund sinnum á undanförnum dögum.

Svona klemmu er hægt að nota til verksins.

„Þessi klemma bjargaði lífi mínu í kvöld. Ég var búin að vera með mígrenikast í tæpa 12 tíma og fyrir um klukkustund var það næstum óbærilegt. Ég þurfti að nota öll þau lyf og brögð sem ég nota venjulega þegar ég fæ kast. Síðan gúglaði ég „skjót verkjastilling á mígreni“ og þá birtist eitthvað sem heitir „Aculief“.“

Segir hún í færslu sinni en Aculief er heimasíða sem selur klemmur sem geta aukið blóðstreymið í líkamanum.

„Ég leit á eldhúsborðið og sá klemmu til að loka pokum og taldi að hún gæti gert sama gagn. Eftir eina mínútu fann ég að höfuðverkurinn minnkaði. Á næstu 20 mínútum minnkaði hann um ca 50 prósent.“

Segir hún í færslunni.

Elizabeth Hayes

Á heimasíðu Aculief kemur fram að klemman eigi að örva svokallaðan LI 4 punkt sem er í efri lögum handarinnar á milli þumalfingurs og vísifingurs. Það var einmitt þarna sem Elizabeth setti pokaklemmuna og myndaði þar með þrýsting á LI 4 puntkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi

Nú verður brátt hægt að fá vinsælt offitulyf í töfluformi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi

Fyrrverandi barnastjarnan óþekkjanleg – Heimilislaus í hjartnæmu myndbandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 5 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram