fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Fékk föður sinn til að passa litla drenginn – Síðan komu skilaboðin sem hún gleymir aldrei

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 15. febrúar 2019 07:02

David með Ty í fanginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar og ömmur. Er eitthvað betra en afar og ömmur? Vilja gera allt sem þau geta fyrir börnin sín og barnabörnin. Oft myndast sérstök bönd á milli barna og afa og ömmu, það er eins og tengslin og vináttan verði öðruvísi en á milli barna og foreldra.

Það er því gott að eiga afa og ömmu þegar aðstoðar er þörf, svona ef foreldrarnir þurfa að hvíla sig aðeins eða sinna hversdagslegum hlutum á borð við vinnu.

Nýlega fékk dóttir David Waterhouse, sem er lögreglumaður á eftirlaunum í Bandaríkjunum, hann til að passa son sinn, Ty, því hún og eiginmaðurinn ætluðu í helgarfrí til að safna kröftum. David var því fenginn til að eyða helginni saman með heitt elskuðu barnabarni sínu. Foreldrarnir fóru í fríið og Ty var hjá afa.

En síðan fóru skilaboð að berast í farsíma foreldranna, skilaboð sem þau munu aldrei gleyma.

David er ekki mjög nútímavæddur þegar kemur að tækni og notar ekki Facebook eða aðra samfélagsmiðla. Hann gat því ekki sent foreldrunum, sem voru auðvitað pínu áhyggjufullir yfir hvernig afa myndi reiða af, skilaboð í gegnum samfélagsmiðla. En David dó ekki ráðalaus enda kann hann að senda sms og mms.

Hann sendi foreldrunum því skilaboð, sem eru blanda af nútímatækni (þó ekki þeirri allra nýjustu) og gamla tímanum.

Hann lagði Ty einfaldlega við hliðina á bréfi sem hann hafði skrifað. Síðan tók hann mynd og sendi sem mms til foreldranna. Flókið var þetta ekki en bæði fyndið og ógleymanlegt fyrir foreldrana.

 

 

Í myndbandinu hér fyrir neðan er hægt að sjá öll þau frábæru skilaboð sem David og Ty sendu „áhyggjufullum“ foreldrunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig