fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Eftir 43 ára hlé – Auglýst eftir böðlum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. febrúar 2019 21:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dauðarefsing hefur verið í gildi á Sri Lanka áratugum saman en henni hefur ekki verið beitt síðan 1976. 2014 sagði böðull landsins starfi sínu lausu án þess að hafa nokkru sinni hengt mann. Hann sagðist verða veikur í hvert sinn sem hann sæi gálga og gæti því ekki gegnt starfinu. Annar var ráðinn til starfa en mætti aldrei til vinnu.

En nú gæti orðið breyting á því nýlega var auglýst eftir tveimur böðlum. Forseti landsins, Maithripala Sirisena vill nefnilega endurvekja dauðarefsingar á næstu vikum og því þarf böðla til starfa. Dauðarefsing liggur aðeins við fíkniefnasmygli.

Á mánudaginn var auglýst eftir tveimur „andlega sterkum“ karlmönnum á aldrinum 18 til 45 ára „með frábært siðferði“ til að gegna störfum böðla.

Fíkniefnasmygl og fíkniefnaneysla er vaxandi vandamál á Sri Lanka og það knýr forsetann til að kalla á endurupptöku dauðarefsinga. Hann hefur að sögn horft til Filippseyja í þessu sambandi en þar er gengið mjög harkalega fram gegn þeim sem eru á einhvern hátt viðriðnir fíkniefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“