fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Gáfust upp á mokstrinum eftir sjö tíma – Fimm dögum síðar sátu þau enn föst í bílnum

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 8. febrúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur borgað sig að fara varlega þegar haldið er út í óbyggðir, sérstaklega yfir köldustu vetrarmánuðina þegar allra veðra er von. Ungt par komst að þessu eftir að hafa lent í ótrúlegum ógöngum á dögunum.

Maia Herman-Kitami, 18 ára, og kærasti hennar, Carlos Hernadez, 21 árs, héldu í ferðalag á dögunum frá heimili sínu í San Francisco. Ferðinni var heitið að Mendocino-þjóðgarðinum í Kaliforníu þar sem þau ætluðu sér að tjalda og gista.

Ferðin gekk vel til að byrja með og voru þau á nokkuð vel útbúinni jeppabifreið. Færð í þjóðgarðinum getur verið erfið yfir vetrarmánuðina en að undanförnu hefur snjóað mikið á þessum slóðum. Eftir fyrstu nóttina ákvað parið að halda lengra inn í þjóðgarðinn en þau hefur betur látið það ógert.

Þegar þau voru komin nokkuð áleiðis festist bifreiðin. „Þegar við settum í bakkgír þá sátum við pikkföst,“ segir Maia. Þá var lítið annað í stöðunni en að draga fram skóflu og byrja að moka en það fór ekki alveg samkvæmt áætlun. Eftir að hafa reynt að losa bifreiðina í sjö klukkutíma sáu þau að eitthvað meira þyrfti til. Þar sem þau voru stödd lengst úti í óbyggðum var ekkert símasamband á svæðinu og urðu þau að gera sér að góðu að reyna að bíða eftir björgun.

Sem betur fer var nóg eldsneyti á bifreiðinni sem varð til þess að þau gátu að minnsta kosti haldið á sér hita. Parið lagði af stað í ferðalagið á miðvikudag í síðustu viku og þegar þau höfðu ekki skilað sér á föstudag var nánustu aðstandendum farið að lengja eftir þeim.

Það er skemmst frá því að segja að lögregla og viðbragðsaðilar brugðust skjótt við og voru þyrlur og leitarflokkar sendir á vettvang. Það var þó ekki fyrr en á fimmta degi að parið fannst og er óhætt að segja að Maia og Carlos hafi verið björguninni fegin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu