fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Slæmar fréttir frá forstjóra Interpol

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 17:30

Jürgen Stock. Mynd:Interpol

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er langt síðan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti því yfir að sigur hefði unnist á hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við Íslamska ríkið. En Jürgen Stock, forstjóri alþjóðalögreglunnar Interpol er ekki sammála Trump í þessu máli.

„Hættan er enn mikil og staðan er flókin. Hættan er enn alþjóðlegri en nokkru sinni.“

Sagði hann í samtali við NBC News.

Trump lýsti yfir sigri í baráttunni við Íslamska ríkið fyrir jól og tilkynnti um leið að hersveitir Bandaríkjanna verði kallaðar heim frá Sýrlandi. Þetta hefur farið illa í marga bandamenn Bandaríkjanna sem hafa áhyggjur af að nú muni hryðjuverkasamtökin hafa frjálsar hendur og geti byggt sig upp á nýjan leik.

Stock er sama sinnis og segist hafa áhyggjur af vígamönnum samtakanna sem hafa snúið aftur heim. Margir þeirra séu bardagareyndir og kunni að búa til sprengjur sem sé hægt að nota til hryðjuverkaárása. Þá hefur hann einnig áhyggjur af öllum liðsmönnum Íslamska ríkisins sem eru í haldi í Sýrlandi og segir að það þurfi að fara vel ofan í saumana á máli hvers og eins áður en þeim er sleppt.

Hann bendir á að erlendir hryðjuverkamenn, frá meira en 100 löndum, hafi tekið þátt í stríðinu í Sýrlandi og Írak og því sé Íslamska ríkið með stórt og mikið tengslanet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 3 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“

Trump urðar yfir æðstaklerk Írans – „ÉG BJARGAÐI HONUM“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“

Trump illa sáttur með gælunafnið sem framkvæmdastjóri NATO gaf honum – „Pabbi er kominn heim“
Pressan
Fyrir 4 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu