fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Fann mannabein í sokki keyptum í Primark

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. janúar 2019 09:30

Ein af verslunum Primark. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska lögreglan er nú að rannsaka mannabein sem fannst í sokki sem var keyptur í verslun Primark í Colchester í desember. Tilkynnt var um málið til lögreglunnar í byrjun árs.

Breskir fjölmiðlar skýra frá þessu og hafa eftir talsmanni lögreglunnar að talið sé að um mannabein sé að ræða og að verið sé að rannsaka málið.

Engin húð eða annað var á beininu og það virðist ekki vera af nýlátinni manneskju. Lögreglan segist vinna að rannsókninni í samvinnu við Primark og verið sé að ræða við framleiðendur sokkanna til að afla nánari upplýsinga.

Ekki er hægt að segja til um aldur eða kyn þess sem beinið er af nema gera frekari rannsóknir.

Talsmaður Primark sagði að verslunin taki málið mjög alvarlega og sé að rannsaka það.  Rætt hafi verið við framleiðendur og ekkert bendi til að beinið hafi verið sett í sokkinn í verksmiðjunni. Því sé líklegt að því hafi verið komið fyrir í honum síðar en af hverju sé ekki hægt að segja til um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona oft á að þvo handklæði

Svona oft á að þvo handklæði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo

Óttast um afdrif frumkvöðuls sem sagðist geta breytt rusli í eldsneyti – Sagði fylgjendum að hann væri í hættu og hvarf svo