fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Fjögurra ára piltur sagði frá skuggalegu leyndarmáli móður sinnar – Hún á 25 ára fangelsi yfir höfði sér

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 5. janúar 2019 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthew Burke, ungur fjölskyldufaðir á Long Island í Bandaríkjunum, hélt að hann hefði einfaldlega verið óheppinn þegar hann tók sopa úr vínglasi á heimili sínu þann 6. september síðastliðinn. Vínið bragðaðist vægast sagt skringilega og taldi Matthew að það væri skemmt.

Daginn eftir gerðist nokkuð sem átti eftir að draga dilk á eftir sér. Fjögurra ára gamall sonur Matthew og fyrrverandi eiginkonu hans, Renee Burke, sagði dagmóður sinni frá nokkru sem hafði gerst daginn áður. „Mamma setti eitthvað í drykkinn hans pabba,“ voru orðin sem hann sagði.

Eftir þetta komst hreyfing á málið og upp úr krafsinu kom skuggalegt ráðabrugg Renee. Hún hefur nú verið ákærð fyrir tilraun til manndráps, líkamsárás, innbrot og fyrir að stofna velferð sonar síns í hættu. Þennan örlagaríka dag 6. september hafði hún brotist inn í íbúð Matthews og sett frostlög í vínið hans.

Renee á yfir höfði sér 25 ára fangelsi vegna málsins.

Matthew fékk veður af ráðabrugginu frá dagmóður sonar síns og þann 10. september hafði hann samband við lögreglu vegna málsins. Lögregla mælti með því að hann kæmi upp öryggismyndavél og það er það sem hann gerði. Ekki leið á löngu þar til Renee náðist á mynd hella bleikum vökva í vínflösku Matthews í eldhúsinu á heimili hans. Í þetta skiptið var átta ára dóttir þeirra með í för.

Lögregla telur fullvíst að Renee hafi ætlað að koma fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir kattarnef vegna forræðisdeilu sem þau stóðu í. Matthew hafði fullt forræði yfir börnunum.

Lögregla gerði húsleit á heimili Renee og lagði meðal annars hald á tölvu í hennar eigu. Við rannsókn á henni kom í ljós að hún hafði leitað að ýmsu varðandi hvernig er best að eitra fyrir fólki. Lögregla virðist því hafa nokkuð sterkt mál í höndunum og má teljast fullvíst að Renne muni verja næstu árum í fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu