fbpx
Fimmtudagur 17.júní 2021
Pressan

Blundurinn gerir kraftaverk

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líklega ekki margir í nútímaþjóðfélagi sem ná 8 til 10 tíma nætursvefni að staðaldri, sem er þó sá svefn sem venjuleg manneskja þarf til að vera besta útgáfan af sjálfri sér. Í raun eru aðeins 1 til 3 prósent mannkyns sem komast upp með það að sofa í minna en 8 tíma á nóttunni og vakna úthvíld.

Langvarandi svefnleysi fylgja ýmsir kvillar, sumir alvarlegri en aðrir. Þeir sem sofa of lítið eiga til að mynda frekar á hættu að deyja fyrir aldur fram. Og flest þekkjum við þá líkamlegu vanlíðan sem fylgir því að fá ekki nægan svefn. Þá hefur svefnleysi einnig áhrif á útlitið og gáfurnar. Skýrt og skorinort, þá er svefnleysi ekki bara bráðdrepandi, heldur gerir það okkur bæði ljót og heimsk. Það viljum við að sjálfsögðu koma í veg fyrir.

Gott að hafa í huga

-Best er að fá sér blund sex eða sjö tímum eftir að fólk fer á fætur

-Ef þú átt erfitt með að festa blund, reyndu þá að hugsa jákvæðar hugsanir. Samt ekki of spennandi. Gott er að hafa í huga að það skilar aldrei árangri að rembast of mikið að sofna.

-Ef þú hefur áhyggjur af því að sofa of lengi, skelltu þá í þig einum kaffibolla áður en þú leggst niður. Hann byrjar að hafa áhrif eftir um 25 mínútur.

Hvað er til ráða?

En hvað eigum við að gera ef við fáum aldrei nægan nætursvefn? Lausnin er augljósari en þig grunar. Hún felst nefnilega í að blunda. Ekki segja að þú hafir ekki tíma – þú hefur alltaf nokkrar mínútur á hverjum degi til að lygna aftur augunum og gleyma stað og stund. Sumir hafa vissulega meiri tíma en aðrir og þá er um að gera að nýta hann. Stuttur blundur getur skipt sköpum. Þú getur sagt yfirmanni þínum það þegar hann kemur að þér sofandi við skrifborðið.

Rannsóknir á vegum Nasa hafa nefnilega sýnt fram á að það að taka blund eykur afköst. Gerðar voru tilraunir með að láta hóp flugmanna blunda í 25 mínútur og niðurstöðurnar leiddu í ljós að eftir blundinn var viðbragðsflýtir þeirra 35 prósent meiri og athyglin tvöfaldaðist. Þá mun vera nóg að taka 15 mínútna blund til að skerpa á vitsmunlegri getu.

Hvernig blundur hentar?

En þá er það stóra spurningin. Hvernig er best að blunda til að fá sem mest út úr því? Hægt er að notast við nokkrar aðferðir sem allar hafa verið vísindalega prófaðar með einum eða öðrum hætti og þykja sýna fram á árangur.

Skortur á viðbragðsflýti og athygli

Ef þú finnur fyrir skorti á þessu tvennu, fáðu þér þá 10 til 20 mínútna blund. Það ætti að duga þér sem eldsneyti í að minnsta kosti tvo tíma. Svona stuttur blundur getur jafnframt stuðlað að lægri blóðþrýstingi.

Heilinn er ekki að virka

Þegar staðan er þannig þá er best að taka góðan blund. Allt upp í klukkutíma. Þá færðu ávinninginn af stutta blundinum ásamt því að bæta minnið og lærdómsgetuna. Það er þó gott að hafa í huga að fólk getur verið örlítið ringlað eftir klukkutíma blund.

Þú þarft allan pakkann

Ef þú hefur tíma, taktu þá 90 mínútna blund. Þannig nær heilinn að fullkomna svefnþörfina, með öllum þeim ávinningi sem því fylgir. Eftir blundinn upplifirðu meiri viðbragðsflýti, minnið batnar og hugsunin verður meira skapandi ásamt því að afköstin aukast. Og með því að blunda í 90 mínútur kemur fólk í veg fyrir að það verði ringlað.

Þú veist ekki hvað þú þarft

Ef þú áttar þig ekki alveg á því hvaða gerð blundar hentar þér best, taktu þá bara einn stuttan. 10 á að vera töfratala í þessum efnum. 10 mínútna blundur þykir betri en 5 mínútur og jafnvel 30 mínútur.

Þú hefur engan tíma

Enginn blundur er í raun of stuttur. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ávinningur hlýst jafnvel af nokkurra mínútna blundi. Þó það sé ekki nema bara til að lækka blóðþrýstinginn aðeins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan um stúlkuna með fuglshöfuðin í munninum veldur sérfræðingum heilabrotum

Ráðgátan um stúlkuna með fuglshöfuðin í munninum veldur sérfræðingum heilabrotum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast í Sedgley? Íbúar segja að þrír bæjarbúar hafi verið numdir á brott

Hvað er að gerast í Sedgley? Íbúar segja að þrír bæjarbúar hafi verið numdir á brott
Pressan
Fyrir 3 dögum
Hvað varð um Ben?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Indverjar grípa til aðgerða til að hjálpa börnum sem hafa misst foreldra sína úr COVID-19

Indverjar grípa til aðgerða til að hjálpa börnum sem hafa misst foreldra sína úr COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blekkingin gekk ekki upp – Lögreglan sá við honum

Blekkingin gekk ekki upp – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

NASA er farið að taka fljúgandi furðuhluti alvarlega

NASA er farið að taka fljúgandi furðuhluti alvarlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ný rannsókn bendir til að fólk geti ekki orðið eldra en 150 ára

Ný rannsókn bendir til að fólk geti ekki orðið eldra en 150 ára