fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Anna leigði íbúð í gegnum Airbnb – Súrrealísk sjón mætti henni þegar komið var inn í hana

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 06:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ákveðin tímamót þegar fólk verður fimmtugt og þegar leið að þeim stóra degi hjá móður Önnu Vigsø, sem býr í Danmörku, ákvað hún, ásamt systkinum sínum, að gleðja móður sína og bjóða henni í borgarferð til Hamborgar í Þýskalandi. Hún pantaði íbúð í gegnum Airbnb og síðan var haldið af stað.

Þegar þau komu á áfangastað mætti þeim sjón sem best er hægt að lýsa sem súrrealískri. Í íbúðinni var mikið magn muna sem tengjast kynlífi á einn eða annan hátt, allt frá klámmyndum til stórs kynlífskross með svipu og klemmum í miðju svefnherberginu. Auk þess var íbúðin í vændishúsi. Ekkert af þessu var tekið fram í lýsingunni á Airbnb.

Anna hafði ákveðið að leigja íbúð miðsvæðis í Hamborg og fékk fann íbúð í Reeperbahn sem henni leist vel á.  Þegar fjölskyldan kom í leigubíl í götuna, sem er vel þekkt fyrir fjölda vændishúsa, stóðu vændiskonur á hverju horni.

„Þegar við stigum út úr leigubílnum spurði vændiskona okkur: „Ætlið þið í alvöru að búa hér?“ Huggulegt!““

Sagði Anna í samtali við BT. Það var á þessu augnabliki sem fjölskyldan áttaði sig á að eitthvað var ekki eins og þau áttu von á. Ekki batnaði ástandið síðan þegar þau komu inn í íbúðina en vændiskonan, sem þau hittu úti á götu, vísaði þeim inn í húsið sem reyndist vera vændishús. Þar tók önnur vændiskona á móti þeim og fylgdi þeim upp í íbúðina en stigagangurinn var með fjólubláu veggfóðri, speglum út um allt og mörgum VIP-herbergjum fyrir viðskiptavini vændishússins.

Úr íbúðinni. Mynd:Anna Vigsø/Facebook

„Þegar við komum inn í íbúðina sáum við þetta um leið. Það var stórt svefnherbergi þar sem stór kross hékk og við hlið hans svipur og klemmur. Síðan var fullt af veggspjöldum með nöktum konum og mikið af klámmyndum.“

Sagði Anna.

Í öllum hinum herbergjum hússins var síðan vændisstarfsemi í gangi allan sólarhringinn. Fjölskyldan var beðin um að ganga hljóðlega um stigaganginn til að trufla ekki stúlkurnar sem vinna í húsinu. Þá er vændishúsið einstaklega vel hljóðeinangrað að sögn Önnu þannig að þau urðu ekki mikið vör við þá starfsemi sem þar fór fram.

Úr íbúðinni. Mynd:Anna Vigsøe/Facebook

Fjölskyldan ákvað að gera það besta úr þessu og dvaldi í íbúðinni í þrjá daga og naut lífsins í Hamborg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“