fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

Of mikill svefn veldur hugsanlega hjartavandamálum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. desember 2018 08:27

Ætli það sé kominn tími til að skipta á rúminu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að of mikill svefn hjá fullorðnum geti valdið hjartavandamálum. Vísindamennirnir segja að heilbrigður svefn fullorðinna sé sex til átta klukkustundir á sólarhring og að svefn umfram þetta geti valdið heilsufarslegum vandamálum.

Sky segir að vísindamennirnir hafi komist að því að fólk sem sefur meira en átta klukkustundir á sólarhring sé líklegra til að látast og fá hjarta- og/eða æðasjúkdóma en þeir sem sofa sex til átta klukkstundir á sólarhring.

Rannsóknin var byggð á gögnum um 116.000 manns á aldrinum 35 til 70 ára frá 21 landi. Þegar gögn um fólkið voru skoðuð aftur átta árum síðar að meðaltali kom í ljós að 4.381 hafði látist á tímabilinu og 4.365 höfðu fengið „meiriháttar hjarta- eða æðatilfelli“.

Þátttakendur sem sváfu í átta til níu klukkustundir á sólarhring voru 5 prósent líklegri til að látast eða  fá „„meiriháttar hjarta- eða æðatilfelli“ en þeir sem sváfu í sex til átta klukkustundir. Líkurnar voru enn meiri hjá þeim sváfu í níu til tíu klukkustundir á sólarhring eða 17 prósent meiri. Þeir sem sváfu í tíu klukkustundir eða meira á sólarhring voru 41 prósent líklegri til að látast eða fá „meiriháttar hjarta- eða æðatilfelli“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat