fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Nýjar upplýsingar í máli horfna trúboðans – Dularfullt par og taska

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 1. desember 2018 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Indverska lögreglan rannsakar nú mál bandaríska trúboðans John Allen Chau sem fór í land á indversku eyjunni North Sentinel þann 17. nóvember til að boða íbúum hennar kristna trú. Íbúarnir eru einangraðir frá umheiminum og hafa verið það í um 30.000 ár að því að talið er. Þeir eru nánast á steinaldarstigi og mjög viðkvæmir fyrir sjúkdómum nútímafólk getur borið með sér. Ekki þarf meira en venjulega kvefpest til að leggja fólkið að velli að mati sumra sérfræðinga þar sem það hefur ekki ónæmi gegn slíkum pestum. Bannað er að stíga fæti á eyjuna en Chau braut gegn því banni. Nú hafa nýjar upplýsingar komið fram í málinu og koma þar dularfullt par og taska við sögu.

Eins og DV hefur skýrt frá tóku eyjaskeggjar á móti Chau með örvadrífu og bundu síðan band um háls hans og drógu hann eftir ströndinni en þessar upplýsingar eru frá sjómönnum sem fluttu hann til eyjunnar.

Samkvæmt frétt Hindustan Times hefur lögreglan nú áhuga á að ná tali af dularfulla bandaríska pari sem er talið hafa aðstoðað Chau á Indlandi og hafi hitt hann margoft áður en hann fór til North Sentinel. Einnig kemur fram að Chau hafi smyglað tösku í land á eyjunni nóttina áður en hann fór síðan aftur í land til að hitta eyjaskeggja.

Vitað er að Chau hafði tvisvar áður farið til eyjunnar en lagði á flótta þegar eyjaskeggjar skutu á hann. Samkvæmt frétt Hindustan Times segja sjómennirnir, sem fluttu hann til eyjunnar, að hann hafi farið í land aðfaranótt 17. nóvember og skilið tösku eftir. Í henni var vegabréf hans, fatnaður, skyndihjálparbúnaður og vítamíntöflur.

Áætlun hans gekk út á að eyjaskeggjar myndu taka á móti honum og sætta sig við hann næsta morgun. Hann ætlaði síðan að dvelja á eyjunni mánuðum saman. Þegar hann fór síðan í land um morguninn var hann aðeins í nærbuxum til að líkjast eyjaskeggjum sem mest. Hann ætlaði síðan að sýna íbúunum innihald töskunnar þegar hann hefði unnið traust þeirra. Lögreglan segist ekki vita hvað varð um töskuna, hugsanlega hafi eyjaskeggjar fundið hana og tekið hana eða eyðilagt.

Bandaríska parið eru að sögn heimildarmanna Hindustan Times 25 ára karlmaður frá Colorado og 53 ára kona frá Tennessee. Í dagbók sína skrifaði Chau um fundina með þeim og sagði fundarstað þeirra vera „öruggt hús“. Lögreglan veit hvaða hús er um að ræða og hefur yfirheyrt eiganda þess en bandaríska parið fór úr því 10. nóvember. Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa uppi á parinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig