fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Kjartan: Foreldrar sem ljúga

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 14. október 2018 21:34

Kjartan Pálmason höfundur greinar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég varð svolítið sleginn um daginn, þar sem ég beið í almenningsrými eftir að konan mín og dóttir komu úr búningsklefa eftir fimleikaæfingu dóttur minnar. Ég hafði tekið eftir því útundan mér að foreldri hafði gefið barni sínu ávaxtasafa úr sjálfsala sem var stutt frá mér sem er svo sem ekkert óvenjulegt, en ég tók einnig eftir lítilli stúlku sem var að fylgjast með af athygli.“

Hún hleypur í kjölfarið til pabba síns og dregur hann að sjálfsalanum. Hún spyr hann hvort hún megi fá safa.  Hann bregst við með því að segja, sjálfsalinn er bilaður, það er ekki hægt að kaupa safa. Dóttir hans þrætti fyrir og grét, hún sagði honum að stelpa hefði verið að fá safa rétt áðan, en faðirinn hlustaði ekki og sagði enn að sjálfsalinn væri bilaður. Stúlkan grét sáran og var teymd burt af pirruðum pabba, algerlega vanmáttug, að öllum líkindum byrjuð að efast um eigin dómgreind, óviss um að það sem henni finnst, sé rétt eða rangt.“

Þannig hefst pistill eftir Kjartan Pálmason sem hefur áður birst á Pressunni en á alveg jafn vel við í dag. Við gefum Kjartani orðið:

Annað dæmi um barn sem kemur að föður sínum drukknum á gólfinu heima hjá sér, hleypur til móður sinnar og segir:

„Mamma! Pabbi er fullur og liggur á gólfinu inni í stofu.“ 

Móðirin svarar:

„Pabbi þinn er ekkert fullur, hann er bara svo þreyttur eftir vinnuna í dag. Drífðu þig nú út að leika þér með vinum þínum“,

segir hún svo til að losna við barnið.

Það algengasta sem ég hef heyrt er þegar börn eru að biðja um kex, eða nammi og í stað þess að segja að það sé ekki í boði er sagt, það er ekki til, þó svo að börnin viti vel að slíkt sé til.

Mig hryllir við þessu, því starf mitt felst í að vinna með fólki sem á fullorðins aldri er að vinna úr slíku háttalagi foreldra sinna og hvernig svona lygi m.a. hefur haft áhrif á líf þeirra á fullorðins aldri. Af hverju ljúga foreldrar að börnunum sínum? Hver er tilgangurinn með því að ljúga? Treysta þeir ekki börnunum til að taka á móti sannleikanum? Er verið að hlífa þeim? Komast hjá veseni? Er þetta lært hegðunarmynstur hjá foreldrunum?   Hvað gæti gerst ef við segjum börnunum sannleikann?

Ef við skoðum hvaða áhrif svona háttalag hefur á lítið barn? Hvað gerist fyrir barn sem upplifir reglulega foreldrana afneita sannleikanum. Barnið verður óöruggt með eigið álit það fer að efast um hvað er rétt og hvað er rangt. Það lærir smátt og smátt að lifa út frá því sem foreldrunum finnst, það leitar í álit annarra af því hefur ekki trú á því sem það upplifir, það hættir að leita innávið, það sem er rétt, það kemur frá öðrum.   Barnið fer að upplifa aðra sér æðri, og missir getuna á að móta sér eigin skoðanir. Það sinnir að litlu leyti eigin hugmyndum, þörfum og þrám.

Þeir sem efast um eigin dómgreind á fullorðins aldri geta aldrei verið heilir gagnvart maka sínum. Þeir eru alltaf að fylgjast með maka sínum og læra af honum hvað sé satt, rétt og eðlilegt. Þeir fara að haga sér eins og þeir halda að makinn þeirra vilji að þeir séu. Þeirra raunverulega sjálf er aldrei til staðar og það skapar frá fyrstu kynnum tilfinningalega fjarlægð milli para, vanvirkt háttalag sem veldur stöðugri streitu.

Foreldri, þú gerir lítið úr barninu þínu með því að ljúga að því, þú rænir barnið heilbrigðum, nauðsynlegum þroska ef þú kennir því ekki að takast á við sannleikann, að upplifa annað slagið höfnun. Foreldrar, verum ekki hrædd við að segja nei þegar við meinum nei. Ef þú átt í erfiðleikum með heiðarleg tjáskipti við barnið þitt, eru allar líkur á að þú hafir verið alin/n upp við vanvirkar aðstæður. Ef þú vilt koma í veg fyrir að barnið þitt verði ómeðvitað um sjálft sig, þá gætir þú þurft á aðstoð að halda.

Höfundur: Kjartan Pálmason

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar

Leynidagbók grunnskólakennarans kom upp um níðingsverk hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð

Blaðamaðurinn Terry Anderson látinn – Gekk í gegnum margra ára martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu

Taldi sig vera að hitta 7 og 11 ára stelpur á hóteli – Skotinn til bana af lögreglu