fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
FréttirPressan

Skrifaði um krabbameinið á samfélagsmiðla – Tilgangurinn var vægast sagt annarlegur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. október 2018 07:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hárið er byrjað að vaxa eftir geislameðferðina. #Stutt hár #Geislameðferð.“ Eitthvað í þessa veru skrifaði kona nokkur á Instragram. Konan er hjúkrunarfræðingur og virðist hafa nýtt sér þekkingu sína til umfangsmikillar svikastarfsemi. Hún starfar ekki lengur sem hjúkrunarfræðingur.

Þingréttur í Syðri-Þrændalögum í Noregi sakfelldi konuna nýlega fyrir umfangsmikla svikastarfsemi þar sem hún hafði látið sem hún væri með krabbamein og hafði sagt læknum það sem og almannatryggingum, tryggingafélagi og vinum og ættingjum. Svikastarfsemin stóð yfir á árunum 2014 og 2015.

Á þessum tíma tókst konunni að svíkja 466.000 norskar krónur út úr almannatryggingum með því að veita rangar upplýsingar um heilsufar sitt. Hún var einnig sakfelld fyrir skjalafals og að hafa sagt lækni sínum að ýmsar rannsóknir hafi verið gerðar á henni sem voru aldrei gerðar.

Fyrir dómi sagði konan að læknir hefði blekkt hana. Hún sagðist hafa farið til læknis í ágúst 2014 og hefði læknirinn sagt henni að hún væri með krabbamein í heila og hefði hún verið sett í geislameðferð samdægurs. Í dómsorði kemur fram að frásögn konunnar sé ekki mjög marktæk, hún sé óraunveruleg og að konan hafi orðið margsaga. Það og sú staðreynd að konan er menntaður hjúkrunarfræðingur varð til þess að rétturinn taldi ekki trúlegt að hægt hefði verið að plata konuna svona auðveldlega.

Á þeim tíma sem svikastarfsemin stóð yfir fékk konan ávísað miklu magni lyfja sem virka í raun sem fíkniefni ef þau eru notuð til annars en gegn ákveðnum sjúkdómum. Konan sveik einnig 200.000 norskar krónur út úr tryggingafélagi sínu með því að staðhæfa að hún væri með krabbamein.

Samkvæmt frétt TV2 er konan ekki hætt að segja að hún sé með krabbamein og haldi hún því statt og stöðugt fram á samfélagsmiðlum. Hún hefur áfrýjað dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið

Tíu ára drengur játar á sig morð: Var sjö ára þegar hann framdi voðaverkið
FréttirPressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?

Dularfulla skáldsagan sem spáði fyrir um Titanic-slysið – Var höfundurinn geðveikur eða skyggn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta